Prenta síðu

Aðalfundur 2010//

Aðalfundur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 27. maí 2010 á Grand Hóteli í Reykjavík. Félagsmenn þurfa að skrá þátttöku á fundinn þar sem eingöngu félagsmenn með fulla aðild og fagaðild sem skrá sig til þátttöku fyrir 20. maí n.k. hafa atkvæðisrétt á fundinum. Aðrir fundarmenn hafa þar ekki atkvæðisrétt heldur málfrelsi og tillögurétt.
Lagabreytingar verða ekki teknar fyrir á fundinum nema þær fylgi fundarboði. Tillögur til lagabreytinga þurfa að berast stjórn félagsins fyrir 29. apríl. Sama gildir um önnur mál sem félagsmenn óska eftir að verði tekin fyrir á fundinum, þau þurfa einnig að berast stjórn félagsins fyrir 29. apríl. 

Skoða boðunarbréf aðalfundar 2010Skráning á aðalfund