Fara á efnissvæði

Deild hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni

Hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og búa eða starfa á Akranesi og nágrenni geta orðið félagsmenn í deildinni.

Um deildina

Deild hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni var stofnuð 10. október 2017. Hjúkrunarfræðingar sem eru félagsmenn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og búa eða starfa á Akranesi og nágrenni geta orðið félagsmenn í deildinni. Sækja þarf um aðild að deildinni.

Tilgangur deildarinnar er að vinna að eflingu og framgangi hjúkrunar á Akranesi og nágrenni. Deildin skal vera stjórn og nefndum félagsins ráðgefandi um málefni hjúkrunar (skv. lögum Fíh 12.gr.).

Tilgangi sínum hyggst deildin ná m.a. með því að:

  • Styrkja félagsleg- og innbyrðistengsl félagsmanna á svæðinu.
  • Veita félagsmönnum upplýsingar og kynna þætti sem tengjast hjúkrun.
  • Efla faglega þekkingu og fræðslu til félagsmanna
  • Standa vörð um réttindi og skyldur félagsmanna.

Stjórn

Formaður

Andrea Ýr Jónsdóttir

Varaformaður

Unnur Smáradóttir

Ritari

Elísabet Ösp Pálsdóttir

Gjaldkeri

Kristín Edda Búadóttir

Meðstjórnandi

Anna Þóra Þorgilsdóttir

Starfsreglur

1.gr. Nafn

Nafn landsvæðadeildarinnar er Deild hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni. Deildin starfar innan Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Heimili og varnarþing er í Reykjavík en umdæmið er Akranes og nágrenni. Um þau atriði sem ekki koma fram í þessum samþykktum gilda lög Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh).

2.gr. Tilgangur

Tilgangur deildarinnar er að vinna að eflingu og framgangi hjúkrunar á Akranesi og nágrenni. Deildin skal vera stjórn og nefndum félagsins ráðgefandi um málefni hjúkrunar (skv. lögum Fíh 12.gr.).

3.gr. Stefna

Tilgangi sínum hyggst deildin ná m.a. með því að:

  • Styrkja félagsleg- og innbyrðistengsl félagsmanna á svæðinu.
  • Veita félagsmönnum upplýsingar og kynna þætti sem tengjast hjúkrun.
  • Efla faglega þekkingu og fræðslu til félagsmanna
  • Standa vörð um réttindi og skyldur félagsmanna.

Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:

  1. Kosning fundarstjóra og fundarritara
  2. Skýrsla stjórnar lögð fram
  3. Reikningar lagðir fram til samþykktar
  4. Lagabreytingar
  5. Ákvörðun félagsgjalds
  6. Kosning stjórnar
  7. Kosning tveggja skoðunarmanna reikninga
  8. Önnur mál

7.gr. Stjórn

Stjórn deildarinnar skal skipuð fimm félagsmönnum, kjörnum á aðalfundi, til tveggja ára í senn. Formaður er kosinn sérstaklega. Heimilt er að kjósa tvo varamenn í stjórn. Meirihluti aðalfundar ræður kjöri. Kjöri skal þannig háttað að aldrei gangi fleiri en þrír kjörnir stjórnendur auk annars varamanns úr stjórn hverju sinni. Stjórnin skiptir með sér verkum, gjaldkera, ritara og tveggja meðstjórnenda. Kosning skal vera skrifleg og leynileg og fara fram eftir venjulegum reglum meirihluta atkvæða.

Stjórn deildarinnar fer með málefni hennar milli aðalfunda. Formaður boðar til funda.

8.gr. Félagsgjald

Ákvörðun um félagsgjöld skal tekin á aðalfundi og endurskoðuð árlega. Félagsgjöld skal innheimta árlega.

9.gr. Rekstur

Reikningstímabil deildar miðast við aðalfund ár hvert. Skoðunarmenn reikninga sem kjörnir eru á aðalfundi úr röðum félagsmanna, skulu yfirfara reikninga fagdeildarinnar fyrir aðalfund. Rekstarafgangi af starfsemi félagsins skal varið í samræmi við tilgang fagdeildarinnar. Stjórn deildarinnar ber ábyrgð á fjárreiðum deildarinnar.

10. gr. Ársskýrsla

Deildin skal skila inn skýrslu um starfsemi sína til sviðstjóra fagsviðs Fíh fyrir lok marsmánaðar ár hvert (sbr. 12. gr. laga Fíh).

11.gr. Slit

Ákvörðun um slit deildarinnar skal taka á aðalfundi með ¾ hlutum greiddra atkvæða og renna eignir deildarinnar til Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. Skili deildin ekki ársskýrslu til stjórnar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga tvö ár í röð getur aðalfundur félagsins tekið ákvörðun um slit deildarinnar (sbr. 12. gr. laga Fíh).

Lög þessi voru samþykkt á stofnfundi Deildar hjúkrunarfræðinga á Akranesi og nágrenni 10. október 2017.