102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fréttir af Reykjavíkurdeild//

Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga var haldinn 26. mars 2003, að Suðurlandsbraut 22, kl. 17:00-18:00.

Á dagskrá voru venjuleg aðalfundarstörf og kosning fulltrúa Reykjavíkurdeildar á fulltrúaþing félagsins í maí n.k. Ný stjórn Reykjavíkurdeildar var kosin. Í stjórnina voru kosnar: Aðalheiður D. Matthíasdóttir formaður, Þóra I. Árnadóttir og Margrét Ásdís Ósvaldsdóttir

Á fundinum voru kosnir 20 af 48 fulltrúum deildarinn á þingið. Vegna þessa samþykkti fundurinn eftirfarandi ályktun: ?Aðalfundur Reykjavíkurdeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga haldinn 26. mars 2003, veitir stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga umboð til að kjósa 28 fulltrúa Reykjavíkurdeildar og 10 varamenn á fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldið verður dagana 15. ? 16. maí 2003?.

Undanfarna daga hafa borist framboð frá fulltrúum Reykjavíkurdeildar og er áhugi á fulltrúaþinginu óvenju mikill nú. Enn vantar nokkra varamenn og eru hjúkrunarfræðingar á stór-Reykjavíkursvæðinu sem áhuga hafa á að taka þátt í þingstörfum hvattir til að skrá sig sem fyrst í netfangið hjukrun@hjukrun.is

Fyrstir koma, fyrstir fá!

 


Til baka