102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Athugasemd frá Rannveigu Guðnadóttur, hjúkrunarforstjóra Skógarbæjar vegna bréfs á heimasíðu Fíh //

Athugasemd frá Rannveigu Guðnadóttur, hjúkrunarforstjóra Skógarbæjar vegna bréfs á heimasíðu Fíh 

Herdís Sveinsdóttir, formaður

Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Erindi : Athugasemd frá Rannveigu Guðnadóttur, hjúkrunarforstjóra Skógarbæjar vegna bréfs á heimasíðu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til Hrefnu Sigurðardóttur, framkvæmdastjóra og stjórnar Skógarbæjar.

Full þörf er á stuðningi Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í baráttu hjúkrunarheimila við að standa vörð um gæði þeirrar hjúkrunar og þjónustu er veitt er öldruðum veikum einstaklingum. Hjúkrun og þjónusta er háð fjárveitingum og verður að skoða gæði þjónustunnar í samhengi við þær fjárveitingar er veittar eru.

 

Undirrituð telur ástæðu til að upplýsa nokkrar staðreyndir um stöðu hjúkrunarheimila til að varpa ljósi á þá umræðu sem skapas hefur um gæði þjónustunnar í Skógarbæ. Bréf Herdísar er tilkomið vegna takmarkaðrar ?dagblaðsfréttar? um aðgerðir til að bregðast við fjárhagsvanda Skógarbæjar. Umræðan er einnig til komin af þeirri alvarlegu stöðu að daggjöld til Skógarbæjar og flestra hjúkrunarheimila eru alltof lág til að geta kostað þá mönnun hjúkrunar, umönnunar og þjónustu er talin er við hæfi á nýjum hjúkrunarheimilum.

Ekki hefur fengist samþykkt með fjárveitingum sú mönnun er Landlæknisembættið mælir með í riti sínu, Hjúkrunarmönnun á öldrunarstofnunum frá árinu 2001.

 

Sérstaða Skógarbæjar eru litlar heimilislegar einingar með fjölda einbýla,

en þannig fyrirkomulag krefst meiri mönnunar en stórar deildir, eins og fram kemur í riti landlæknisembættisins um hjúkrunarmönnun á öldrunarstofnunum (2001).

Ein 11 rúma eining er fyrir yngri einstaklinga í Skógarbæ og í janúar 2003 voru sett á sömu daggjöld fyrir þá deild og öldrunarplássin.

Væntanleg er  leiðrétting daggjalda fyrir deildar fyrir yngri sjúklinga og mun því sú starfsemi geta haldið áfram óbreytt.

 

Engum hjúkrunarfræðingi hefur verið sagt upp störfum í Skógarbæ en hagræðing á starfssviði og vaktaplani hjúkrunarfræðinga hefur fækkað stöðum tímabundið. Góð mönnun hjúkrunarfræðinga og sú besta er verið hefur frá upphafi starfseminnar 1997 gerði mögulegt að hagræða störfum hjúkrunarfræðinga.

 

Iðjuþjálfi

Daggjöld duga ekki til að halda áfram starfsemi iðjuþjálfa en Skógarbær var fyrsta hjúkrunarheimilið á landinu sem réði til sín iðjuþjálfa.

Full ástæða er til að benda ábyrgum aðilum á þá staðreynd að það kostar fjármagn að halda faglegri starfsemi iðjuþjálfunar.

Með of lágum daggjöldum er verið að brjóta á lögbundnum rétti aldraðra sjúklinga til hjúkrunar og þjónustu á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarfræðingar sem telja sig málsvarar sjúklinga sinna geta ekki setið hjá í þeirri umræðu

 

 

Sjúkraliðar hafa verið sterkur kjarni í starfsemi Skógarbæjar. Hjúkrunarfræðingar er starfa á hjúkrunarheimilum gera sér vel grein fyrir að sjúkraliðar eru mikilvægir starfsmenn og samstarfsmenn, án þess að hallað sé á aðra starfsmenn. Hjúkrunar-heimilin reyna að manna með eins hæfum starfsmönnum og völ er á, en framboð er háð aðstæðum á vinnumarkaði hverju sinni. Herdís spyr í bréfi sínu við hvað sé átt þegar talað er um ákveðið jafnvægi hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða. Það er ljóst að þegar er verið að manna hjúkrunarheimili eu sjúkraliðar með sína menntun og reynslu  mikils metinir og skiptir hlutfall þeirra af heildarmönnun verulegu máli fyrir gæði þjónustunnar, án þess að verið sé að gera lítið úr störfum hjúkrunarfræðinga.

 

Hjúkrunarnemar

Herdís dregur inn í umræðu sína í umræddu bréfi að ?Hlutfall hjúkrunarfræðinga á hverri öldrunarstofnun ræður einnig mestu um það hvort eða hvernig einstök stofnun getur tekið þátt í menntun hjúkrunarfræðinga á þessu sviði.? Skógarbær hefur frá upphafi starfseminnar haft hjúkrunarnema í verklegu námi. Mun breytt vakta-fyrirkomulag hjúkrunarfræðinga ekki hafa áhrif á þau nema pláss sem boðið er upp á.

Ljóst er að veruleikinn í ?praksis? mætir öllum nemum. Umræða um  niðurskurð og sparnað er þar ekki undanskilin enda fylgt heilbrigðisþjónustunni til fjölda ára.

Í sumar hafa tveir fjórða árs nemar ráðið sig til starfa hjá Skógarbæ eftir verklegt nám hjá stofnuninni.

 

Daggjöld

Skógarbær sem og önnur hjúkrunarheimili voru sett á daggjöld í janúar 2003. Það daggjald er c.a. 12.806.00 kr/sjúkling/sólahring og er þá búið að reikna inn viðbótar greiðslu vegna RAI mats sem er hátt (1,07). Húsnæðisgjald bætist við, sem verður 270 kr. Á legudag. Miðað við núverandi daggjöld sem eru um 1500.00kr/sjúikling/legudag undir kostnaði fyrir árið 2002, var ljóst að reksturinn í Skógarbæ mundi stefna í  40 milljón króna halla árið 2003, miðað við óbreytta starfsemi. Þrátt fyrir hagræðingu og aðhald í starfseminni árið 2002 var stjórnendum gert að draga enn meira úr starseminni og halda rekstri innan fjárlagaramma.

Skógarbær er ekki eina hjúkrunarheimilið er glímir við of þröngan fjárhag og var hallarekstur á nær öllum hjúkrunarheimilum árið 2002. Þó er mismunandi hvað þessi sömu daggjöld þýða fyrir stofnanir. Fyrir einhverjar eldri stofnanir þýða þessi daggjöld bættan hag, þar sem um árabil hefur verið barist fyrir leiðréttingu daggjalda, en fyrir flestar stofnanir þýða þau hallarekstur og/eða niðurskurð. Það skal jafnframt bent á að eitt nýtt hjúkrunarheimili fær sem betur fer raunhæfar frjárveitingar til reksturs, en þar er daggjaldið 17.000.00kr/sjúkling/legudag og um 20.000.00 með húsnæðiskostnaði.

 

Sjúklingarnir skipta máli

Það sem er alvarlegt í þessu máli er að verið er að tala um hjúkrun og þjónustu aldraðra veikra einstaklinga sem ekki eru sjálfir færir um að berjast fyrir réttindum sínum. Við þær aðstæður verða hjúkrunarfræðingar að vera málsvari sinna sjúklinga. Aðstandendur aldraðra veikra einstaklinga er einnig sá hópur er gerir kröfur og beitir sér fyrir hag síns fólks.

 

Hver ber ábyrgð ?

Mikilvægt er að vísa umræðunni til þeirra er bera endanlega ábyrgð á fjárveitingum til hjúkrunarheimila. Með fjárveitingum skapast sá rammi er stýrir faglegri starfsemi hverrar stofnunar. Ljóst er að hjúkrunarfræðingar sem og aðrir starfsmenn hjúkrunarheimila, leitast við að annast sjúklinga sína eins vel og mögulegt er þrátt fyrir þröngan fjárhag, aðhald í rekstri og skort á fagmenntuðum starfsmönnum.

 

Rannsókn á gæðum hjúkrunar

Hjúkrunarfræðingar geti sennileg skilið að bandarísk rannsók af störfum hjúkrunar-fræðinga á spítala er yfirfærð á starfsemi hjúkrunarheimilis eins og Herdís gerir í bréfi sínu. Hún bendir á að í þeirri rannsókn eru gæði á störfum hjúkrunarfræðinga metin góð, út frá styttri legutíma sjúklinga og lægri dánartíðni vegna fylgikvilla. það má þó teljast langsótt fyrir aðila utan fagstéttar að tengja slíka rannsókn frá spítala að hlutverki hjúkrunarfræðinga á hjúkrunarheimilum. Hjúkrunarheimili er sérhæfð starfsemi þar sem viðhorf og markmið eru annarskonar en markmið með spítalaþjónustu þó verið sé að annast sjúklinga. Kostnaður á legudag/sjúklinga í spítalaplássi er einnig miklu hærri en fyrir hjúkrunarheimilispláss.

Hjúkrun og þjónusta á hjúkrunarheimili miðast ekki við að stytta legutíma sjúklinga eða lækka dánartíðni sjúklinga. Meðallegutími sjúklinga á hjúkrunarheimili er 2,5 ár og lögð er áhersla á að sjúklingar komi aðeins á hjúkrunarheimili þegar öll önnur þjónusta heima og stuðningsþjónusta er fullreynd.

Öldrunarhjúkrun og þjónusta á hjúkrunarheimili vinnur meðal annars í samstarfi við aðstandendur, út frá þeim megin markmiðum að, gefa lífi sjúklings tilgang, gæði og færni miðað við getu hvers einstakling, þau ár, mánuði og daga er sjúklingur dvelur á hjúkrunarheimilinu. Jafnframt að veita  sjúklingi líknandi hjúkrun og umönnun við lífslok.

 

Rannsóknir á öldruðum veikum einsaklingum

Það má finna rannsóknir er styðja mikilvægi hjúkrunar og umönnunar, aldraðra veikra einstaklinga miðað við þarfir sjúklinga og hlutverki hjúkrunarfræðinga í öldrunar-þjónustu. Þar hefur meðal annars norski hjúkrunarfræðingurinn Herdis Alsvåg gert viðamiklar rannsóknir á öldruðum veikum einstaklingum og sýnt fram á  þeirra þarfir fyrir hjúkruna og umönnun. Sérstklega hefur hún rannsakað þær aðstæður er leiða til þess að sjúklingar þurfa að vistast á hjúkrunarheimili. En það eru einmitt þær aðstæður er við þekkjum vel til á hjúkrunarheimilunum, þegar sjúklingur er ekki lengur færir um að búa á eigin heimili þrátt fyrir mikla heimahjúkrun og stuðning heimafyrir. Herdís hin norska bendir einnig á í sínum rannsóknum, á þá samfélagslegu ábyrgð er hjúkrunarfræðingar hafa gagnvart hinum öldruðu veiku einstaklingum. Sú ábyrgð hefur þó ekki verið mikils metin af hjúkrunarfræðingunum sjálfum eða af heilbrigðisyfirvöldum, sem ákvarða fjármagn til hjúkrunar og þjónustu við aldraðra.

Hinir öldruðu veiku hafa oftast ekki sjálfir getu til að gera kröfur fyrir sína hönd um hjúkruna og þjónustu, en hjúkrunarfræðingar kunna og þekkja til þeirra þarfa og bera þar með ábyrgð á að tala máli þeirra. 

 

Mikilvægt er að fjalla málefnalega og faglega um þau alvarlegu mál er snúa að hjúkrun og þjónustu við aldraða veika einstaklinga.

Sérstaklega hefði það verið farsælla til að bæta samstarf og stöðu hjúkrunar ef formaður Félags íslenskara hjúkrunarfræðinga hefði kynnt sér raunverulega stöðu mála hjá viðkomandi stofnun, áður en farið var af stað með umfjöllun og athugasemdir gagnvart starfsemi Skógarbæjar, á heimasíðu félagsins með þessum hætti.

 

 

 

Reykjavík 9.apríl 2003

Virðingafyllst,

 

Rannveig Guðnadóttir

Hjúkrunarforstjóri Skógarbæjar

 

 

Afrit send : Heilbrigðisráðherra og aðstoðarmanni

                   Landlæknisembættinu

                   Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands

                   Heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri

                   Stjórn Skógarbæjar og framkvæmdastjóra


Til baka