102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga//

Fulltrúaþing Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga verður haldið dagana 15.-16. maí 2003 á Grand Hóteli í Reykjavík.

Samkvæmt lögum félagsins fer fulltrúaþing með æðsta vald í málefnum félagsins og skal það haldið annað hvert ár. Allir félagsmenn eiga rétt á setu á fulltrúaþingi með málfrelsi og tillögurétt. Atkvæðisrétt eiga stjórn félagsins og kjörnir fulltrúar svæðisdeilda.

Hver svæðisdeild skal eiga að lágmarki einn fulltrúa á fulltrúaþingi. Þegar félagatala deilda stendur á hálfu eða heilu hundraði fær hún næsta fulltrúa sinn.

Fulltrúa á þingið þarf að kjósa svo og varamenn og eru það stjórnir svæðisdeilda sem bera ábyrgð á kjöri fulltrúa á fulltrúaþing.

Kjörtímabil fulltrúa er tvö ár eða fram til næsta fulltrúaþings.

Vel hefur gengið að kjósa fulltrúa á þingið og hafa félagsmenn í Reykjavíkurdeildinni verið sérlega áhugasamir um að gefa kost á sér til setu áþinginu. Undirbúningur stendur nú sem hæst og er verið að senda út fundargögn til fulltrúa.

Alls sitja 78 fulltrúar þingið og skiptist fjöldi fulltrúa á svæðisdeildarnar á eftirtalinn hátt: Reykjavíkurdeild 48 fulltrúa, Suðurnesjadeild 2, Vestmannaeyjadeild 1, Vesturlandsdeild 2, Vestfjarðadeild 1, Norðvesturlandsdeild 2, Norðausturlandsdeild 7, Austurlandsdeild 2 og Suðurlandsdeild 2 fullrúa.

Kjörnefnd hefur þegar auglýst í Tímariti Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga (5. tbl. 78. árg. 2002) eftir framboðum til formanns, stjórnar, endurskoðenda og í nefndir félagsins. Enn vantar framboð í nokkrar nefndir og er því tækifæri fyrir áhugasama hjúkrunarfræðinga að gefa kost á sér í nefndarstörf fyrir félagið. Þeir sem áhuga hafa eru vinsamlega beðnir að hafa samband við formann kjörnefndar Gyðu Halldórsdóttir, í síma 561 4667 eða 824 5700 eða netfang: gydah@landspitali.is

 

 

 

 

 

 

 

 

 


Til baka