102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Sameiginleg yfirlýsing//

26. apríl 2003

Yfirlýsing frá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélagi Íslands

 

Stjórnir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélags Íslands vilja sameiginlega koma eftirfarandi á framfæri:

Stjórn Heilsugæslunnar í Reykjavík (HR) sagði 30. janúar s.l. upp undirrituðum samningi við hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða á notkun eigin bifreiða í störfum sínum við heimahjúkrun og ungbarnavernd. Stjórnir félaganna telja að ekki hafi verið staðið rétt að uppsögninni.  Uppsögnin var framkvæmd án samráðs við samningsaðila og er það mat stjórna félaganna að stjórn HR hafi brotið alvarlega á starfsmönnunum sínum.  Hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar starfandi í heimahjúkrun hafa litið svo á að í þessari aðgerð hafi falist uppsögn á ráðningarsamningi þeirra og munu því að óbreyttu hætta störfum um næstu mánaðarmót.

 

 Mikil áhersla hefur verið lögð á það af hendi starfsmanna að koma í veg fyrir röskun á starfsemi heimahjúkrunar, en vilji til þess hefur ekki verið sjáanlegur hjá stjórn HR.

 

Félögin harma að með framkomu sinni hefur stjórn HR sett úr skorðum  það mikla og viðkvæma starf sem starfsmenn heimahjúkrunar sinna að jafnaði. Skjólstæðingar heimahjúkrunar eru um 1100 talsins og ljóst er að þeir geta ekki án aðstoðar verið.  Heilbrigðisyfirvöld verða að mæta vanda þeirra á annan hátt ef stjórninni tekst ekki að leysa deiluna við starfsmenn sína í tíma.

 

Stjórnir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélags Íslands skora á heilbrigðisráðherra og fjármálaráðherra að afstýra röskun á þessari mikilvægu þjónustu.

 

 

 

Fyrir hönd stjórna:

 

 

Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga                    Sjúkraliðafélag Íslands

           

 

 Herdís Sveinsdóttir, formaður                            Kristín Á. Guðmundsdóttir, formaður

s. 8968757                                                        s. 8968330

 

 

 

 

 

 

 


Til baka