102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Uppsögn aksturssamninga í heimahjúkrun dregin til baka//

Frétt af vefsetri Morgunblaðsins www.mbl.is
 
Ákvörðun hefur verið tekin um að draga til baka uppsögn aksturssamninga hjá starfsfólki Heimahjúkrunar í Reykjavík. Guðmundur Einarsson, forstjóri Heilsugæslunnar í Reykjavík, staðfesti þetta við Morgunblaðið nú síðdegis og verður verður bréf þessa efnis sent út í kvöld.

Guðmundur sagði að það hefði valdið erfiðleikum, að starfsfólk heimahjúkrunarinnar hefði litið á uppsögn aksturssamninganna sem uppsögn á ráðningarsamningi en við blasti að starfsfólk heimahjúkrunar myndi hætta störfum 1. maí vegna þessa. "Við höfum mótmælt þessari túlkun. Hins vegar töldum við ekki verjandi að setja starfsemina í þá hættu sem við blasti. Þess vegna er þessi ákvörðun tekin," sagði Guðmundur.

Hann sagði að fyrirkomulag aksturs verði skoðað í samvinnu við starfsfólkið á næstu mánuðum. "Við verðum að reyna að leita leiða til að ná hagkvæmni í starfseminni," sagði Guðmundur.


Til baka