102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Samkomulag vegna heimahjúkrunar//

Síðdegis í gær náðist samkomulag milli Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Sjúkraliðafélags Íslands fyrir hönd þeirra hjúkrunarfræðinga og sjúkraliða sem létu af störfum þann 1. mars s.l. og stjórnenda Heilsugæslunnar í Reykjavík.  Þar með er endi bundinn á það óvissu- og neyðarástand sem ríkt hefur í heimahjúkrun í Reykjavík og Kópavogi undanfarna daga og vikur.  Samkomulagið gildir einnig fyrir þá starfsmenn heilsugæslunnar sem ekki höfðu túlkað uppsögn aksturssamninga sem ígildi uppsagnar ráðningarsamnings.  Samkomulagið felur í sér að hjúkrunarfræðingar og sjúkraliðar geta valið um þrenns konar form í akstursmálum: (1) að aka á bíl sem heilsugæslan útvegar og rekur, fá 3 launaflokka og eingreiðslu, (2) að aka á eigin bíl skv. akstursdagbók, fá tvo launaflokka og eingreiðslu.  Þann 1. jan. 2005 geta starfsmennirnir síðan valið um að fá þriðja launaflokkinn eða fastagreiðslu sem jafngildir 100 km. á mánuði, (3) að aka á eigin bíl skv. svo kölluðu sólarlagsákvæði þ.e. til 31. ágúst næstkomandi fá starfsmenn greidda 8 km. fyrir hvert hús sem farið er í, þá lækkar km. talan niður í 6 og síðan 1. mars 2005 niður í 4 km. fyrir hvert hús.  Sólarlagið fellur út í árslok 2005 en þá velja þeir starfsmenn sem upphaflega völdu þessa leið milli hinna leiðanna tveggja.  Þeir geta reyndar einnig valið að fara úr sólarlagsleiðinni á þeim tímapunktum sem breyting verður á fjölda greiddra km.

 

Samkomulagið var kynnt á fundi starfsmanna seint í gær og því vel tekið.  Gera má ráð fyrir að flestir eða allir hjúkrunarfræðingarnir og sjúkraliðarnir sem hætt höfðu störfum snúi til baka og að þjónusta Heimahjúkrunar í Reykjavík komist í eðlilegt horf á næstu dögum. 

 


Til baka