102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Samstarf BHM og LSH//

Samstarf BHM og LSH

 

Miðstjórn Bandalags háskólamanna hefur ákveðið að ganga til formlegs samstarfs við stjórnendur Landspítala háskólasjúkrahúss vegna fjárhagsvanda sjúkrahússins.  Miðstjórn hafði áður skoðað ítarlega kosti og galla þess að fara í mál við LSH vegna ónógs samráðs vegna þeirra aðgerða sem þegar hefur verið gripið til í sparnaðarskyni.  Fallið var frá málsókn en ákveðið þess í stað að starfa með stjórnendum LSH í þeim tilgangi að koma í veg fyrir að grípa þurfi til enn frekari sparnaðaraðgerða í haust, sem myndu skerða þjónustu sjúkrahússins enn frekar, draga úr öryggi sjúklinga og að öllum líkindum leiða til uppsagna starfsfólks.


Til baka