102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Skráning á ráðstefnuna HJÚKUN 2004, gengur vel. Lægra gjaldið framlengt til 23. apríl n.k. //

Ákveðið hefur verið að láta lægra ráðstefnugjaldið gilda út þessa viku eða til og með 23. apríl n.k. og eru hjúkrunarfræðingar hvattir til að nýta sér þetta tækifæri. 

 

Búið er að leggja lokhönd á dagskrá ráðstefnunnar og hafa smávægilegar breytingar átt sér stað frá fyrri birtingu hennar á netinu. Lokadagskráin er nú komin á vef félagsins.

 

Gestafyrirlesarar eru tveir, Sóley S. Bender, dósent við hjúkrunarfræðideild HÍ og doktorsnemi í læknadeild og David Kahn, PhD, RN, Associate Professor, Holistic Adult Health Nursing, The University of Texas at Austin, School of Nursing, Austin, Texas.

 

Alls verða fluttir 32 fyrirlestrar og 13 veggspjöld kynnt. Átta fyrirtæki munu kynna vörur sýnar og vonandi gefst hjúkrunarfræðingum kostur á að kynnast því nýjasta, hver á sínu sviði.

 

Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga setur ráðstefnuna og Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra mun ávarpa ráðstefnugesti. Þá mun Margrét Eir Hjartardóttir söng- og leikkona syngja nokkur lög. Ráðstefnustjóri er Hildigunnur Svavarsdóttir.


Til baka