102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

NÝTT ? NÝTT - Gistimiðar á Fosshótelum í Reykjavík og úti á landi fyrir félagsmenn allt árið//

Orlofsnefnd hefur gert samkomulag við Fosshótel um sölu gistimiða sem gilda innanlands.  1 punktur dregst frá fyrir hvern miða, jafnt sumar sem vetur.  Hámarksfjöldi miða á félagsmann er 7 miðar á ári.  Orlofssjóður niðurgreiðir hvern miða um kr. 1.500 og verða þeir seldir á kr. 3.500 hver, sem gildir fyrir tvo í tveggja mana herbergi með baði ásamt morgunverði.   Aukagjald þarf félagsmaður samt að greiða á hótelunum, sjá yfirlit.  

Sala gistimiða verður á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga, Suðurlandsbraut 22, skrifstofan er opin frá kl. 9-16, en skrifstofan er lokuð vegna sumarleyfa frá 12. júlí til 3. ágúst., því þarf að sækja miða sem á að nota í júlí og ágúst fyrir þann tíma.  

Ráðlegt er að bóka með fyrirvara, sérstaklega fyrir júlí og ágúst.  Við pöntun skal tekið fram að greitt verði með gistimiða.   Hægt er að bóka á hverju hóteli fyrir sig en einnig sameiginlega á aðalskrifstofu Fosshótelanna Skipholti  50c, 105 Reykjavík, sími 562 4000.  

Fosshótel eru 13 talsins víðsvegar um landið og eru þau ýmist opin allan ársins hring eða einungis yfir sumartímann og þá mislengi.  Árið 2004 er opnunartími hótelanna og aukagjald sem hér segir:      

Reykjavík Sími Opnunartími Aukagjald júl.-ág.
Lind, Rauðarárstíg 562 3350 Allt árið 3500  en 1.500 annan tíma
Höfði, Skipholti 27 552 6477 01.06.-31.08 3.500
Baron, Barónsstíg 562 3204 Allt árið 3.500 en 1.500 annan tíma
 
Úti á landi Sími Opnunartími Aukagjald júl-ág.
Bifröst Borgarfirði 433 3090 01.06.-19.08. 1.000
Áning Sauðárkróki 435 6717 01.06.-19.08. 1.000
Fosshótel Húsavík 464 1220 Allt árið 3.500
Laugar Reykjadal 464 5300 01.06.-23.08. 3.500
Valaskjálf Egilsst. 471 1000 01.06.-31.08. 3.500
Hallormsstaður 471 1705 06.06.-25.08. 3.500
Reyðarfjörður 474 1600 Allt árið 3.500
Vatnajökull Hornaf. 478 2555 15.05.-25.09. 3.500
Nesbúð, Nesjavöllum 482 3415 Allt árið 1.000
Hlíð, Ölfusi 483 5444 01.05.-01.10. 3.500


Til baka