102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Tilnefning Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga til Nordiska folkhälsopriset 2004 //

Nordiska folkhälsopriset er viðurkenning sem Norræna ráðherranefndin og Nordiska högskolan för folkhälsovitenskap (NHV) standa fyrir og vilja með því móti vekja athygli á mikilvægu framlagi til eflingar heilsu og vellíðunar. Viðurkenningin er veitt einstaklingi, samtökum eða stofnunum sem stuðla að bættri lýðheilsu á Norðurlöndum. Verlaunin verða veitt á fundi norrænna heilbrigðis- og félagsmálaráðherra í águst og verður verðlaunahafa jafnvel boðið að halda fyrirlestur á fundinum. Verðlaunin eru 50.000.- sænskar krónur auk viðurkenningarskjals. Nánari upplýsingar um Nordiska folkhälsopriset er að finna á heimasíðu NHV www.nhv.se

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga tilnefndi einstakling og stofnun fyrir framlag þeirra til eflingar heilsu hér á landi. Eftirfarandi aðilar voru tilnefndir til verðlaunanna:

Arna Skúladóttir, RN, MSc., sérfræðingur i barnahjúkrun er tilnefnd fyrir rannsóknir hennar á svefntruflununum barna og  þróun göngudeildar fyrir foreldra barna með svefnvandamál.

Ráðgjöf í reykbindindi  á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga er tilnefnd fyrir frumkvöðlastarf á sviði símaráðgjafar fyrir þá sem vilja hætta að reykja og hefur árangur af starfinu verið mjög góður. Faglega umsjón annast Guðrún Árný Guðmundsdóttir og Dagbjört Bjarnadóttir hjúkrunarfræðingar á Heilbrigðisstofnun Þingeyinga.  


Til baka