102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

12. maí og hjúkrunarfræðingar á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja //

Í tilefni af 12. maí tóku hjúkrunarfræðingar sig saman á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja og buðu samstarfsfólki og gestum HSS upp á léttar veitingar víða um stofnunina. Skemmtilegt var að sjá hversu fjölbreytt úrvalið var og hvernig staðið var að öllu saman. Til að mynda stóðu hjúkrunarfræðingar Bráðamótttökunnar og buðu upp á nýbakaðar vöfflur með öllu tilheyrandi, öllum til mikillar gleði.
 
 
 
 
 
 
Á legudeildunum var skjólstæðingum deilda sem og aðstandendum boðið konfekt, kökur og blandað grænmeti með ídýfu. Heilsugæslan var þó stórtækust í þessu þar sem að þar var slegin upp heljarenar veisla.
Kaffistofan stóð öllum opin þar sem að borðið svignaði undan kræsingunum. Ilmurinn í húsinu hefur aldrei verið betri og óhætt er að segja að framtakið hafi vakið athygli sem og gleði allra er veitinganna fengu að njóta.
 
 
Dagurinn var í alla staði vel heppnaður og nokkuð víst að framtakið verður endurtekið að ári.


Til baka