102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Dagur hjúkrunarfræðinga á vestfjörðum//

Til hamingju með daginn, hjúkrunarfræðingar.
 
Í dag 12. maí ætlar Vestfjarðadeild FÍH að opna sýningu í Safnahúsinu á Eyrartúni á Ísafirði (Gamla sjúkrahúsinu).
Sýndir verða gamlir munir sem allir voru notaðir í gamla sjúkrahúsinu, má þar m.a nefna skurðborð Vilmundar Jónssonar læknis frá 1924, emeleruð bekken, þvagflöskur úr gleri og margt fleira áhugavert.  Einnig verða þar ljósmyndir frá gamalli tíð og sögunni hér fyrir vestan gerð skil. 
 
Opnunin verður í dag kl. 17:00 og verða þar margir góðir gestir.  Þar ætlum við einnig að heiðra gamlar hjúkrunarkonur og flutt verður lagið Hjúkrunarkonan.  Á eftir ætla svo hjúkrunarfræðingar og makar að fara saman út að borða í tilefni dagsins.


Til baka