102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Framsöguerindin frá dagskrá 12. maí eru komin inn á heimasíðuna.//

Framsöguerindin frá dagskrá 12. maí eru komin inn á heimasíðuna.

 

Alþjóðadagur  hjúkrunarfræðinga 12. maí 2004, var helgaður baráttunni gegn fátækt í heiminum. Yfirskrift dagsins var: Hjúkrunarfræðingar - Vinna með fátækum - Gegn fátækt

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga  bauð upp á dagskrá á Grand Hótel, að kvöldi 12. maí og var dagskráin helguð fátækt á Íslandi. Formaður félagsins, Elsa B. Friðfinnsdóttir flutti ávarp og síðan fluttu Margrét Guðmundsdóttir, sagnfræðingur og Harpa Njáls, félagsfræðingur erindi. Harpa fjallaði um fátækt á Íslandi í dag og Margrét sagði frá hjúkrunarfélaginu Líkn og starfi hjúkrunarkvenna meðal fátækra og sjúkra höfuðborgarbúa á fyrri hluta síðustu aldar. Erindin er að finna inn á heimasíðuna undir Afmælisár í næstu viku.

 

Léttsveit Reykjavíkur undir stjórn Jóhönnu V. Þórhallsdóttur söng nokkur lög við góðar undirtektir fundarmanna. Lyfti það enn frekar stemmingunni að sjá hversu margir hjúkrunarfræðingar voru í hópnum.

 

Fundurinn var vel sóttur. Sérstaklega var gaman að fá á fundinn fjölmenna hópa hjúkrunarfræðinga úr Vesturlandsdeild og Suðurlandsdeild.

 

Að lokum samþykkti fundurinn ályktun þar sem skorað var á stjórnvöld að bregðast við fátækt á Íslandi og gera þær ráðstafanir sem þarf til að allir þegnar þessa lands megi búa við mannsæmandi kjör, gott heilsufar og jafnan aðgang að heilbrigðisþjónustunni, þjóðinni til heilla.

 

Skoða dagskrá og framsöguerindi


Til baka