102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Atvinnuauglýsingar á www.hjukrun.is//

Í dag opnaði á vef félagsins Atvinnutorg hjúkrunarfræðinga, þar sem hjúkrunarfræðingar geta skoðað ný atvinnutækifæri.  Þegar hafa 11 stofnanir og fyrirtæki fengið aðgang til að setja inn auglýsingar um lausar stöður.  Með þessu skapast nýr vettvangur fyrir stofnanir og fyrirtæki til að birta jafnóðum auglýsingar um lausar stöður og beina þeim beint til hjúkrunarfræðinga. 

Fram til 1. júní verður Atvinnutorg hjúkrunarfræðinga notendaprófað og öryggi þess gaumgæfilega skoðað.  Stofnanirnar taka þátt í þessu með uppsetningu auglýsinga.

Það er von félagsins að þessi nýi kostur reynist hjúkrunarfræðingum og stofnunum vel. 

Fara á Atvinnutorg hjúkrunarfræðinga


Til baka