102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Enginn BHM fulltrúi í nýrri LÍN-nefnd//

Stjórn Bandalags háskólamanna mótmælir harðlega að BHM eigi ekki fulltrúa í nýskipaðri nefnd menntamálaráðherra sem endurskoða á lög um Lánasjóð íslenskra námsmanna. Hún segir báða stjórnarflokkana sniðganga kosningaloforð. 

Ýmis hagsmunasamtök tóku sig saman fyrir síðustu Alþingiskosningar og töluðu fyrir léttari endurgreiðslubyrði námslána.  

Þá kom fram að allir flokkar sem buðu fram hafi verið fylgjandi endurskoðun á endurgreiðsluhlutfalli námslána og að hún yrði gerð í samráði við fulltrúa hagsmunasamtakanna. Nú hefur nefndin verið skipuð, en BHM á þar ekki fulltrúa.

 


Til baka