102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Námsstefna endurhæfingarhjúkrunarfræðinga//

Námsstefna endurhæfingarhjúkrunarfræðinga

Fagdeild endurhæfingarhjúkrunarfræðinga í samvinnu við Reykjalund mun verða með námsstefnu á Reykjalundi föstudaginn 29.október 2004.

Skipuð hefur verið undirbúningsnefnd. Hlutverk hennar er að vera tengiliður við endurhæfingarstofnanir landsins og menntastofnanir og virkja starfandi hjúkrunarfræðinga til þátttöku á námstefnunni. Stofnað hefur verið svæði á heimasíðu FÍH undir svæði fagdeildarinnar, merkt fundir. Þar geta félagsmenn nálgast fundargerðir stjórnar sem og fundargerðir undirbúningsnefndar fyrir námsstefnuna. Er þetta liður í þeirri áætlun stjórnar fagdeildarinnar að gera vinnu sína sýnilegri félagsmönnum.  Með þess vill stjórnin m.a gera hjúkrunarfræðingum í endurhæfingu á landsbyggðinni auðveldara með að fylgjast með því sem er á döfinni.  Það skiptir okkur miklu máli í þessu fámenna landi að við vinnum saman og nýtum okkur til þess öll tiltæk ráð, þar með talið tækni og tölvur.

 

Yfirskrift námsstefnunnar verður endurhæfingarhjúkrun í nútíð og framtíð. 

Fyrir hádegi verður innlegg frá fulltrúum þeirra hjúkrunarfræðinga sem starfa að endurhæfingu um allt land um það sem hæst ber í endurhæfingarhjúkrun á hverjum stað.  Fulltrúar frá hjúkrunafræðideild Háskóla Íslands og heilbrigðisdeild Háskólans á Akureyri munu kynna það nám sem er í boði fyrir endurhæfingarhjúkrunarfræðinga.

 

Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar hafi heildræna sýn á stöðu endurhæfingarhjúkrunar í landinu og móti sér framtíðarsýn. Sú þekking og reynsla sem hjúkrunarfræðingar búa að er mikill fjársjóður og á þátt í að stuðla að eflingu og þróun í endurhæfingarhjúkrun. Á námsstefnunni gefst því kærkomið tækifæri til þess að miðla okkar á milli.  Það þurfa nefnilega ekki allir að finna upp hjólið!

Gert er ráð fyrir að hvert innlegg verði um 15 ? 20 mín. Einnig auglýsum við eftir veggspjöldum.

 

Eftir hádegið ætlum við að setja upp kaffihúsastemningu.  Þar munum við í 6-8 manna hópum ræða okkar á milli ákveðin atriði sem skipta okkur máli í nútíð og framtíð.  Stefnt er að því að í framhaldi af þessarri námsstefnu munum við stofna vinnuhópa á sviði endurhæfingarhjúkrunar og einnig að við munum senda frá okkur yfirlýsingar um niðurstöður, til þeirra sem málið varðar.

 

Það sem skiptir okkur mestu máli er að þetta verði skemmtilegur, fræðandi og gefandi dagur. Gróði okkar sem hjúkrunarfræðinga í endurhæfingu verður alltaf gróði okkar skjólstæðinga.  Þetta skiptir okkur máli í því starfi sem við vinnum.

 

Kæru kollegar, verum vakandi fyrir því tækifæri sem þessi námsstefna er fyrir okkur.  Mætum og styðjum okkur sjálf !! Skráning á námsstefnuna er fyrir 8.október og er hægt að skrá sig á netfangið olgabjork@reykjalundur.is  Einnig er hægt að fá nánari upplýsingar hjá Olgu Björk í síma 5666200.

 

Með kveðju,

Undirbúningsnefndin.

 

 


Til baka