102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Afmælisár Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga //

Þá fer að líða að lokum afmælisárs hjúkrunarfræðinga. Lokaviðburðir ársins eru Hjúkrunarþing félagsins og afmælishóf og verða þeir á dagskrá 5. nóvember n.k.

 

Hjúkrunarþingið verður haldið á Kaffi Reykjavík kl. 9:00-16:30 og er það opið öllum hjúkrunarfræðingum.Yfirskrift Hjúkrunarþingsins er Hjúkrun ? hvert stefnir?

Dagskráin er samsett af framsöguerindum, hópvinnu og pallborðsumræðum og munu

Jón Kristjánsson heilbrigðisráðherra og Elsa B. Friðfinnsdóttir formaður Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ávarpa þingið.

Í hópunum verður m.a. rætt um öryggi sjúklinga, kostnaðarhlutdeild sjúklinga í heilbrigðisþjónustunni og hlutverk hjúkrunarfræðina í síbreytilegu umhverfi.

Dagskrá þingsins er að finna á heimasíðunni og þar er einnig hægt að skrá þátttöku. Þátttöku á Hjúkrunarþingið skal tilkynna fyrir 1. nóvember 2004.   Þátttökugjaldið 1.000.- krónur og er innifalið hádegisverður og kaffi.

 

Eins og áður hefur komið fram mun afmælisárinu formlega ljúka með afmælishófi en

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga býður hjúkrunarfræðingum til afmælishófs í Listarsafni Reykjavíkur, Hafnarhúsinu, föstudaginn 5. nóvember kl. 17:00- 19:00. Allir hjúkrunarfræðingar eru velkomnir og hvattir til að mæta og fagna 85 ára afmælinu saman. Þá væri gaman ef stórir og smáir hópar hjúkrunarfræðingar tækju sig saman og færu saman út að borða eftir afmælishófið.

 

Það er von okkar að sem flestir hjúkrunarfæðingar haldi áfram að bera afmælisnæluna og taki þátt í lokadagskrá afmælisársins.


Til baka