102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Golfmót Hjúkrunarfræðinga//

Golfmót Hjúkrunarfræðinga

17.september 2004

 

 

 

Seinna golfmót hjúkrunarfræðinga fór fram á Korpúlstaðavellinum 17.sept 2004. Mótið átti að haldast 10.sept en því þurfti að fresta um eina viku vegna veðurs.

 

Þetta er í annað skiptið sem við höfum þurft að fresta mótinu, og það kemur niður á þátttökunni. Ef við hefðum getað haldið okkur við upphaflegan dag þá höfðu skráð sig í mótið 44 þátttakendur sem er mesti fjöldi hingað til.
 

Það voru 25 þátttakendur sem tóku þátt í mótinu hjúkrunafræðingar og makar. Mótið tókst í alla staði mjög vel og allir undu glaðir við sitt. 

Það var lyfjafyrirtækið Actavis h.f sem gaf vegleg verðlaun og hefur fyrirtækið sýnt hjúkrunar-fræðingum einstakan velvilja með því að styðja okkur ár eftir ár.

Keppnisfyrirkomulag var hefðbundið, punktakeppni í tveimur flokkum, auk makaverðlauna og nándarverðlauna.
Björg Viggósdóttir og Kristín Gunnarsdóttir
Sigurvegarar í golfmóti hjúkrunarfræðinga 2004 

 

 

Úrslitin urðu:

 

Nándarverðlaun:

Kristín Pálsdóttir

Benóný Ásgrímsson

 

Makaverðlaun

Árni S. Gunnarsson            35 punktar.

 

Flokkur 28-42

Kristín Gunnarsdóttir          37 punktar

Soffía Ákadóttir                 34 punktar

Hjördís Birgisdóttir             30 punktar

 

Flokkur 0-28

Björg Viggósdóttir               37 punktar

Helgi Benediktsson              35 punktar

Kristín Pálsdóttir                  35 punktar

 

 

Undirbúningur fyrir golfmót hjúkrunarfræðinga á næsta ári er hafinn. Mótin verða tvö. Við stefnum að því að hafa þau fyrsta föstudag í júní og september eins og undanfarin ár.

Við reiknum einnig með að annað mótið verði haldið fyrir utan Reykjavík en hitt á Reykjavíkur svæðinu.


Til baka