102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Viðbrögð þolenda við einelti í skólum og á vinnustað Málstofa á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði //

Viðbrögð þolenda við einelti í skólum og á vinnustað Málstofa á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði

Fyrirlesturinn flytur

Ragnar Ólafsson, MSc í félagssálfræði (London School of Economics) og MSc í rannsóknaraðferðum  í sálfræði (University College London).

Ragnar starfar sem verkefnastjóri við Rannsóknastofnun í hjúkrunarfræði

Rannsóknir á einelti meðal skólabarna (n=1190) og fullorðinna starfsmanna launþegasamtaka (n=398) voru gerðar og í báðum tilfellum könnuð tengslin milli reynslu af einelti og úrræða eða viðbragða þolenda (coping) við því. Gerðir voru nýir spurningalistar sem byggðu á viðtölum í rýnihópum og eldri spurningalistum. Niðurstöður voru þáttagreindar og beitt var „multidimensional scaling? til þess að kanna strúktúrinn í viðbragðastílum. Í báðum rannsóknum kom fram virk-passíf vídd í viðbrögðum. Rannsóknirnar sýndu einnig að lítilli reynslu af einelti fylgja virk viðbrögð (þolandi svarar fyrir sig og leitar aðstoðar jafnaldra) en með auknu einelti verða viðbrögðin fyrst óbein (þolendur reyna t.d. að leiða athygli gerenda að öðrum) og síðar passíf  (gera ekkert, bíða og vona að þetta líði hjá). Takmarkanir þversniðsrannsókna af þessu tagi eru ræddar. Einnig er kannað hvernig megi nýta þessar niðurstöður til þess að veita þolendum aðstoð við hæfi og hvort vænta megi svipaðra niðurstaðna á öðrum fræðasviðum sem fjalla um viðbrögð við álagi af einhverju tagi.

 

Málstofan verður haldin mánudaginn 25. október  2004,

kl. 12:15  í stofu 103 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34 og er öllum opin


Til baka