102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Breytingar á reglum Styrktarsjóðs og Sjúkrasjóðs BHM.//

Breytingar á reglum Styrktarsjóðs BHM.

Reglum Styrktarsjóðs BHM var breytt nú í desember. Helstu breytingar eru þær að tekinn hefur verið upp líkamsræktarstykur til reynslu í eitt ár að upphæð kr. 12.000 vegna útgjalda fyrir líkamsrækt á árinu 2005. Einnig var breytt fyrirkomulagi á svokölluðum meðferðarstyrkjum en nú verður hægt að fá úthlutuðum 15.000 kr styrk á hverju almanaksári og eru útgjöld greidd að fullu upp að þeirri upphæð. Vinsamlegast athugið að styrkrétt í Styrktarsjóði BHM eiga þeir félagar í aðildarfélögum BHM sem unnið hafa hjá ríki, sveitarfélagi eða hálfopinberri stofnun í a.m.k. 6 mánuði áður en útgjöld verða.

Breytingar á reglum Sjúkrasjóðs BHM.

Stjórn Sjúkrasjóðs BHM hefur ákveðið að veita styrki vegna tannviðgerða. Útlagður kostnaður verður að ná 50.000kr lágmarki á ársgrundvelli og eru þá greidd 30% af heildarkostnaði. Hámarksstyrkur á hverju almanaksári er þó kr. 100.000.  Vinsamlegast athugið að styrkrétt í Sjúkrasjóði BHM eiga þeir félagar í aðildarfélögum BHM sem hafa unnið á almennum vinnumarkaði ( hjá einkafyrirtæki) í a.m.k. 6. mánuði áður en útgjöld verða.


Til baka