102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Styrkur til hjálparstarfa//

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ákvað á fundi sínum þann 10. janúar sl. að veita einni milljón króna til hjálparstarfs Rauða krossins vegna hamfaranna í Suð-austur Asíu.

 

Félög hjúkrunarfræðinga um allan heim hafa sameinast um að leggja hjálparstarfinu lið og að styðja sérstaklega hjúkrunarfélögin á hamfarasvæðunum. Hjúkrunarfræðingar gegna lykilhlutverki í umönnun sjúkra og slasaðra á hamfarasvæðunum og í fyrirbyggingu farsótta.  Þeirra bíður einnig mikið starf í fræðslu og stuðningi við fórnarlömbin og alla þá sem um sárt eiga að binda eftir flóðin.

 

Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga hvetur önnur fag- og stéttarfélög til að láta fé af hendi rakna til hjálparstarfsins.


Til baka