102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Málstofa á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði//

Munur á heilsu karla og kvenna ? samspil líffræði og félagslegs umhverfis

 

Málstofa á vegum Rannsóknastofnunar í hjúkrunarfræði

 

Fyrirlesturinn flytur

Lilja Sigrún Jónsdóttir, læknir og verkefnastjóri hjá Landlæknisembættinu

 

 

Kynjamunur í heilsu hefur einkum verið viðurkenndur þegar líffræðilegur munur kynjanna er augljós, svo sem við mæðravernd og fæðingarhjálp kvenna. Þó kynjamunur í tíðni ákveðinna sjúkdóma hafi lengi verið þekktur hafa áherslur í þróun meðferðarúrræða sem taka mið af kyni ekki verið almenna reglan. Kynjamunur í heilsu getur stafað af líffræðilegum forsendum eða félagslegum og til að geta þekkt slíka þætti þarf færni í greiningu þeirra. Í þessari málstofu verða kynnt hugtök þau sem notuð eru í orðræðunni og dæmi um áhrif á heilsu fólks. Sjúklingurinn verður í forgrunni og hvort og þá hvernig  starfsemi heilbrigðisþjónustunnar tekur mið af kyni þeirra einstaklinga sem sinnt er, bæði líffræðilegu kyni (e. sex) og félagslegu kyni (e. gender). Markmiðið er auka skilning á hugtökum þeim sem notuð eru og benda á dæmi um hvernig störfum innan heilbrigðisþjónustunnar má sinna á markvissari hátt með því að taka mið af kyni. Umræður síðustu áratuga hafa mótast af neikvæðum áhrifum á heilsu kvenna þegar ekki er tekið mið af kynjamun, en á síðari árum hefur það komið æ betur í ljós að bæði kynin hafa goldið fyrir þessa takmörkuðu aðkomu læknavísindanna.

 

Ljóst er að umræða um kynjamun á erindi á flestum, ef ekki öllum sviðum heilbrigðisþjónustunnar og markmiðið er að kynna hugtökin til að styrkja áhugasama í læsi á kynjamun á sínu sérsviði. Stuðst er m.a. við kennsluefni frá Alþjóðasamtökum kvenlækna (Medical Womens International Association, MWIA).

 

 

 

 

Málstofan verður haldin mánudaginn 31. janúar 2005,

kl. 12:00  í stofu 103 á 1. hæð í Eirbergi, Eiríksgötu 34, og er öllum opin


Til baka