102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Skilaboð til sjóðsfélaga Styrktar- og Sjúkrasjóðs BHM//

Launalaust leyfi

Af gefnu tilefni er vakin athygli á því að þeir sem fara í launalaust leyfi frá störfum missa réttindi í sjóðum BHM á meðan á leyfinu stendur, þar sem iðgjaldagreiðslur hætta að berast. Mislangan tíma tekur síðan að vinna sér réttindi aftur. Í Styrktarsjóði og Sjúkrasjóði BHM tekur þrjá mánuði að vinna sér inn réttindi að nýju eftir launalaust leyfi og eru útgjöld á því tímabili ekki styrkt.  Nauðsynlegt er því fyrir þá sem ætla að taka launalaust leyfi að huga að sjúkratryggingum á meðan á leyfinu stendur og næstu þrjá mánuði á eftir.

 

Fæðingarorlof

Við töku fæðingarorlofs er mikilvægt að haka við á umsóknareyðublaði TR að viðkomandi vilji greiða félagsgjöld í stéttarfélagi sínu meðan á orlofinu stendur. Ella missir viðkomandi réttindi í sjóðum BHM. Sé tekið launalaust leyfi í framhaldi af fæðingarorlofi falla öll réttindi niður og þrjá mánuði tekur að vinna sér inn nýjan rétt. Á þeim tíma er mikilvægt að vera með sjúkratryggingar í lagi


Til baka