102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Tilboð á líkamsræktarkortum fyrir sjóðfélaga í Styrktarsjóði BHM.//

 

Styrktarsjóður BHM leitaði tilboða hjá allmörgum stöðvum á höfuðborgarsvæðinu og ákvað að taka tilboði Veggsports ehf og ISF ( Iceland Spa & Fitness ).

 

Veggsport, Stórhöfða 17, býður árskort á 25.500kr og mánaðargjald með árs binditíma á kr. 2.500. Þetta gjald er í boði fyrir BHM félaga og maka þeirra árið 2005. Fyrirkomulagið er þannig að viðkomandi gefur sig fram í afgreiðslu Veggsports og vísar í BHM-tilboð á árskortum.  

 

ISF (Iceland Spa & Fitness) sem er með fjórar starfsstöðvar býður árskortið á 32.500 og mánaðargjald með árs binditíma á kr. 2.900. Þetta gjald er í boði fyrir sjóðfélaga í Styrktarsjóði BHM út árið 2006. Starfsstöðvar ISF eru Betrunarhúsið, Garðatorgi 1 - Sporthúsið, Dalsmára 9-11 - Baðhúsið, Brautarholti 20 og Þrekhúsið, Frostaskjóli 6. Fyrirkomulagið er þannig að haft skal samband við Guðlaugu Birnu hjá ISF (gudlaug@isf.is), s. 6607680 og vísað í BHM tilboð. Vinsamlegast athugið! Tilboðið verður eingöngu afgreitt í gegnum tengilið en ekki í móttökum Iceland Spa & Fitness. 

 


Til baka