102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Kjarasamningur í höfn//

 

Á tólfta tímanum í gærkvöldi var skrifað undir kjarasamning milli 24 stéttarfélaga innan BHM og Samninganefndar ríkisins.  Samið var um nýtt launakerfi hvað varðar launatöflu og stofnanasamning.  Frá og með 1. maí 2006 tekur gildi ein launatafla fyrir þessi 24 félög.  Lægsta launatala í þeirri töflu er 200 þúsund.  Annar megin þáttur samningsins er breyting á 11. kafla samninganna þ.e. að nú gera þau BHM félög sem aðild eiga að samningnum einn sameiginlegan stofnanasamning á hverri stofnun, fyrir félagsmenn tilheyrandi stéttarfélaga. 

 

Með samningi þessum nást þau megin markmið sem lagt var upp með þ.e. að hækka byrjunarlaun BHM félaga verulega, að hækka þau félög sérstaklega sem voru með lægstu launatöflunar, og að auka gegnsæi launakerfisins og þannig auðvelda samanburð milli stétta og milli kynja.

 

Þriðjudaginn 1. mars verður hinn nýi samningur kynntur stjórnum og samninganefndum þessara félaga.  Samþykki stjórnir/samninganefndir samninginn mun viðamikil kynning fara fram meðal félagsmanna sem síðan munu greiða atkvæði um samninginn í allsherjaratkvæðagreiðslu.

 

 


Til baka