102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Opnað hefur verið fyrir umsóknir um orlofshús og orlofsstyrki fyrir sumarið 2005 hér á orlofsvefnum. //

Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2005.

 

 

Hjúkrunarfræðingar geta nú sótt um rafrænt á bókunarvef  Orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrir sumarið 2005.  Umsóknarfrestur er til 8. apríl 2005.  Til að sækja um orlofshús eða orlofsstyrk er farið inn á orlofssjóður -> sjálfsafgreiðsla.  Þar þarf að setja inn kennitölu og netfang, síðan er farið inn á “Sumar 2005”.  Vefurinn verður hins vegar  lokaður aðgangi annarra en sjóðsfélaga Orlofssjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.   Þeir sem eru sjóðsfélagar eru hjúkrunarfræðingar starfandi hjá vinnuveitanda sem greiðir fyrir þá  í Orlofssjóðinn.  Eftirlaunaþegar njóta sömu réttinda.

 

Hjúkrunarfræðingar eru hvattir til þess að nýta sér þetta form því það flýtir mjög fyrir afgreiðslu umsókna. Öllum umsóknum verður svarað með tölvupósti, eða bréfi eftir að úthlutun fer fram. Þeir sem fá úthlutað fá tilkynningu um það í tölvupósti, þar sem þeir eru beðnir um að fara  inn á bókunarvefinn og greiða orlofsdvölina með kreditkorti, fyrir þann tíma sem tilkynntur verður bréflega eða í tölvupósti.

 

Þeir sem fá úthlutað orlofsstyrk fá hann greiddan út í maí/júní, og verður styrkurinn lagður inn á viðkomandi reikninga sem félagið stofnaði  í SPRON fyrir hjúkrunarfræðinga.

 

Þeir sem ekki hafa aðgang að Netinu eða vilja ekki bóka á rafrænan hátt geta sótt um sumarúthlutun eins og áður.  Umsóknareyðublað fylgir Orlofsblaði með Tímariti hjúkrunarfræðinga sem kemur út í mars þar er að finna allar upplýsingar um orlofshúsin sem eru í boði í sumar.


Til baka