102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Nýr kjarasamningur Fíh og ríkis//

 

Nýir kjarasamningar 24 stéttarfélaga Bandalags háskólamanna

 

 

Sameiginleg samninganefnd tuttugu og fjögurra aðildarfélaga Bandalags háskólamanna undirritaði nýtt samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningum við ríkið þann 28. febrúar. Samkomulagið gildir frá 1. febrúar, samþykki aðildarfélögin það í atkvæðagreiðslu. 

 

Samkomulaginu er ætlað að styðja við framsækna starfsmannastefnu einstakra stofnana þar sem m.a. er tekið tillit til jafnréttis- og fjölskyldusjónarmiða. Í því skyni eru gerðar breytingar á uppbyggingu launatöflu, m.a. til þess að auka gagnsæi og hlutlægni í launaákvörðunum og draga með þeim hætti úr óútskýrðum launamun kynjanna. Fjölgað er þeim úrræðum sem stofnanir hafa til að umbuna starfsmönnum og bregðast við margbreytilegum aðstæðum með fleiri möguleikum til launasetningar, t.d. með því að gefa stofnunum kost á að árangurstengja hluta launanna. Til þess að ná fram fyrrgreindum markmiðum telja aðilar nauðsynlegt að draga úr sjálfvirkum hækkunum og eru því aldursþrep felld brott úr sameiginlegri launatöflu.

 

Jafnframt var samið um eingreiðslu, að upphæð kr.20.000.-, til að bæta þá tvo mánuði (desember og janúar) sem liðnir eru frá því fyrri kjarasamningar félaganna runnu út.

 

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti á fundi sínum þann 3. mars sl. að vísa samningnum til allsherjar atkvæðagreiðslu meðal félagsmanna. 

 

Stefnt er að því að ljúka atkvæðagreiðslu um kjarasamninginn í öllum 24 aðildarfélögum BHM fyrir mánaðarmót.

 

Með samningi þessum nást þau megin markmið sem lagt var upp með þ.e. að hækka byrjunarlaun BHM félaga verulega, að hækka þau félög sérstaklega sem voru með lægstu launatöflunar, og að auka gegnsæi launakerfisins og þannig auðvelda samanburð milli stétta og milli kynja.

 

Helstu atriði samkomulagsins eru eftirfarandi:

 

Gildandi kjarasamningar aðila framlengjast til 30. apríl 2008.

 

Núgildandi launatöflur félaganna hækka sem hér segir:

 

Frá 1. degi undirskriftarmánaðar    3,25%

Þar að auki komi til sérstök hækkun, misjöfn milli einstakra stéttarfélaga, til jöfnunar launataflna þeirra.  Það þýðir í reynd að enginn fær minna en 4,5% hækkun frá 1. febrúar.  Launatafla Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hækkar um 5,4%.

 

1. janúar 2006           2,50%

 

Ný launatafla tekur gildi frá 1. maí 2006.  Hún tekur hækkunum sem hér segir:

1. janúar 2007           2,25%

1. janúar 2008           2,00%

 

Ný launatafla frá 1. maí 2006.

 

 

 

Álag vegna persónu- og tímabundinna þátta

Lfl.

Upphæð

2,5%

5,0%

7,5%

10,0%

12,5%

15,0%

17,5%

20,0%

01

200.000

205.000

210.000

215.000

220.000

225.000

230.000

235.000

240.000

02

210.000

215.250

220.500

225.750

231.000

236.250

241.500

246.750

252.000

03

220.500

226.013

231.525

237.038

242.550

248.063

253.575

259.088

264.600

04

231.525

237.313

243.101

248.889

254.678

260.466

266.254

272.042

277.830

05

243.101

249.179

255.256

261.334

267.411

273.489

279.566

285.644

291.721

06

255.256

261.637

268.019

274.400

280.782

287.163

293.544

299.926

306.307

07

268.019

274.719

281.420

288.120

294.821

301.521

308.222

314.922

321.623

08

281.420

288.456

295.491

302.527

309.562

316.598

323.633

330.669

337.704

09

295.491

302.878

310.266

317.653

325.040

332.427

339.815

347.202

354.589

10

310.266

318.023

325.779

333.536

341.293

349.049

356.806

364.563

372.319

11

325.779

333.923

342.068

350.212

358.357

366.501

374.646

382.790

390.935

12

342.068

350.620

359.171

367.723

376.275

384.827

393.378

401.930

410.482

13

359.171

368.150

377.130

386.109

395.088

404.067

413.047

422.026

431.005

14

377.130

386.558

395.987

405.415

414.843

424.271

433.700

443.128

452.556

15

395.987

405.887

415.786

425.686

435.586

445.485

455.385

465.285

475.184

16

415.786

426.181

436.575

446.970

457.365

467.759

478.154

488.549

498.943

17

436.575

447.489

458.404

469.318

480.233

491.147

502.061

512.976

523.890

18

458.404

469.864

481.324

492.784

504.244

515.705

527.165

538.625

550.085

 

 

Röðun starfa og mat álags

 

Við ákvörðun um röðun starfa í launaflokka skulu fyrst og fremst metin þau verkefni og skyldur sem í starfinu felast auk þeirrar færni (kunnáttustig/sérhæfing) sem þarf til að geta innt starfið af hendi.

 

Meta skal persónu- og tímabundna þætti, sem álag á launaflokka. Slíkt álag skal háð endurmati. Meta má vægi álags beggja þátta til hækkunar um allt að 20% samanlagt af viðkomandi launaflokki í 2,5% bilum. Í stofnanasamningi skal kveðið á um hvort og með hvaða hætti álagið skiptist.


Tímabundnir þættir geta verið breytilegir frá einum tíma til annars. Forsendur álagsþátta skulu endurskoðaðar við breytingar á starfssviði starfsmanns eða eftir nánari útfærslu í stofnanasamningi.

 

 

 

Sérstök tímabundin umbun

 

Heimilt er að greiða sérstaka umbun umfram mánaðarlaun, sem aldrei skal þó nema hærri fjárhæð en 30.000 kr. á mánuði.

 

Það hámark tekur ekki breytingum á samningstímanum. Umbun þessi greiðist vegna sérstakra tímabundinna þátta og greiðist aldrei lengur en áhrif þeirra þátta vara.

 

Ákvörðun um greiðslu slíkrar umbunar skal tekin af forstöðumanni og byggjast á skriflegum reglum sem hann hefur kynnt starfsmönnum.

 

 

Fé í stofnanasamninga

 

Með upptöku nýrrar launatöflu, eru aðilar sammála um að heildarkostnaður vegna gildistöku hennar í maí 2006 verði 3,8%, annars vegar vegna vörpunarkostnaðar og hins vegar vegna samræmingar stofnanasamninga.

 

 

Aðilar eru sammála um að í maí 2007 skuli stofnanir fá fjárhagslegt ráðrúm til þróunar á nýju launakerfi er nemi 2,6% af launakostnaði tilheyrandi starfsmanna.

 

Einn stofnanasamningur

 

Gera skal einn stofnanasamning á hverri stofnun við aðildarfélög BHM sem aðild eiga að samkomulagi þessu.

 

Takist það ekki skal vísa málinu til sáttanefndar.

 

Nýr stofnanasamningur skal gilda frá 1. maí 2006.

 

Starfslýsingar eru ein af forsendum röðunar starfa í launaflokka og skulu þær endurskoðaðar í takt við þróun starfa.

 

Skipan samstarfsnefnda

 

Hjá stofnunum ríkisins skulu starfa samstarfsnefndir, sem skipaðar eru fulltrúum frá hvorum aðila, þ.e. stéttarfélögum/starfsmönnum og stofnunum.

Aðildarfélög BHM á stofnun skulu tilnefna einn fulltrúa hvert í samstarfsnefnd. Þessir fulltrúar velja sér allt að þrjá talsmenn og jafnmarga til vara. Stofnunin tilnefnir allt að 3 fulltrúa og jafnmarga til vara.

 

Hlutverk samstarfsnefnda

 

Samstarfsnefnd annast gerð, endurskoðun og breytingar á stofnanasamningi.

 

Þar skal og samið um röðun starfa skv. 25. gr. laga nr. 94/1986, um kjarasamninga opinberra starfsmanna.

 

Nefndin skal einnig fjalla um ágreiningsmál sem upp kunna að koma vegna framkvæmdar stofnanasamnings.

 

Náist ekki samkomulag í nefndinni vegna gerðar og/eða endurskoðunar stofnanasamnings innan þriggja mánaða frá því að málið kemur til meðferðar á vettvangi hennar, getur hvor aðila um sig óskað eftir því að sáttanefnd fjármálaráðuneytis og BHM fjalli um málið.

 

Sáttanefnd

 

Sáttanefnd skal skipuð sex fulltrúum. Fjármálaráðuneytið og þau aðildarfélög Bandalags háskólamanna sem aðild eiga að samkomulagi þessu tilnefna hvort um sig þrjá fulltrúa og þrjá til vara.

 

Persónuuppbót og desemberuppbót

 

Persónuuppbót (desemberuppbót) á samningstímanum verður sem hér segir:

            Á árinu 2005              kr. 39.700

            Á árinu 2006              kr. 40.700

            Á árinu 2007              kr. 41.800

 

Orlofsuppbót á samningstímanum verður sem hér segir:

            Á árinu 2005              kr. 21.800

            Á árinu 2006              kr. 22.400

            Á árinu 2007              kr. 23.000

            Á árinu 2008              kr. 23.600

 

 

Mars 2005/EBF/HBI

 


Til baka