102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Greiðslur skv. samningi Fíh og ríkis//

 

Fjöldi hjúkrunarfræðinga hefur hringt á skrifstofu félagsins og spurt um stöðu samninga við ríkið í ljósi frétta um að Stéttarfélag sálfræðinga hafi fellt samninginn.  Því hefur verið haldið fram í fréttum að samningurinn yrði því aðeins gildur að öll BHM félögin myndu samþykkja hann.  Að vonum eru hjúkrunarfræðingar nú uggandi yfir því hvað muni gerast, þegar þeir samþykktu umræddan samning með 82% greiddra atkvæða.

 

Hið rétta í málinu er að fjármálaráðherra áskyldi sér rétt til að undirrita samninginn við hin 24 aðildarfélög BHM síðastur ef ske kynni að eitt eða fleiri félög myndu fella samninginn.  Þá myndi fjármálaráðherra meta vægi þess félags þ.e. bæði stærð þess og hversu víða félagsmenn þess störfuðu.  Nú er það svo að sálfræðingar hjá ríkinu eru aðeins um 70 og starfa á tiltölulega fáum stofnunum.  Félagsmenn hinna félaganna sem aðild eiga að samningnum eru hins vegar um 5000, þar af 2000 hjúkrunarfræðingar.  Því standa vonir til að fjármálaráðherra muni meta ávinninginn af samflotinu nægilegan þrátt fyrir að sálfræðingar verði ekki með.  Það ætti að skýrast á allra næstu dögum.  Ef fjármálaráðherra staðfestir samninginn mun BHM óska eftir því að launaleiðréttingar verði unnar sérstaklega og þá greiddar út í byrjun maí.


Til baka