102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Samið við launanefnd sveitarfélaga//

 

Síðasta vetrardag, 20. apríl, skrifaði samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) og fulltrúar Launanefndar sveitarfélaga (LN) undir nýjan kjarasamning.  Gildistími samningsins er frá 1. apríl 2005 til 30. nóvember 2005.  Um skammtímasamning er því að ræða.  Megin ástæða þess að Fíh og LN gerðu með sér skammtímasamning að þessu sinni er að flest önnur félög Bandalags háskólamanna (BHM) hafa gildandi samninga til 30. nóvember 2005.  Þeim möguleika er haldið opnum að aðildarfélög BHM vinni þá saman að gerð kjarasamnings við LN líkt og gert var í nýgerðum samningi við ríkið.

Samningur Fíh og LN nú er að flestu leyti sambærilegur samningi Fíh og ríkisins.  Laun hjúkrunarfræðinga hækka um 5,4% frá 1. apríl 2005, auk þess sem hjúkrunarfræðingar fá ákveðna eingreiðslu að samningnum samþykktum.  Þá voru gerðar breytingar á ýmsum réttindaákvæðum.

Samningur þessir gildir fyrir um 60 hjúkrunarfræðinga sem starfa á eftirtöldum stofnunum: Heilsugæslustöðinni á Akureyri, Dvalarheimilinu Hlíð Akureyri, heilbrigðiseftirlitinu Akureyri, Hulduhlíð Eskifirði, Uppsölum Fáskrúðsfirði, Hjallatúni Vík í Mýrdal, Klausturhólum Skaptárhreppi, Grenilundi Grenivík, Kópavogsbæ og hjá heilbrigðiseftirliti Hafnarfjarðar og Kópavogs.

Samningurinn verður kynntur þessum hjúkrunarfræðingum sem síðan munu greiða atkvæði um samninginn.


Til baka