102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fjármálaráðaherra hefur staðfest samkomulagið gagnvart þeim félögum sem hafa samþykkt það í atkvæðagreiðslu.//

 Fjármálaráðherra hefur staðfest samkomulagið milli tuttugu og fjögurra aðildarfélaga BHM og samninganefndar ríkisins, um breytingar og framlengingu á kjarasamningum félaganna við ríkið, sem undirritað var þann 28. febrúar síðastliðinn. Í fréttatilkynningu frá fjármálaráðuneytinu segir að við gerð samkomulagsins hafi fjármálaráðherra gert það að skilyrði fyrir samþykki sínu að allir aðilar að því staðfestu það. Í ljósi þess hagræðis sem af samkomulaginu leiðir, sé það mat ráðherra að staðfesta beri samkomulagið þótt eitt félaganna hafi fellt það. Samþykkti hann því samkomulagið gagnvart þeim tuttugu og þremur félögum sem samþykktu það í atkvæðagreiðslum sínum.


Til baka