102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fjársýslan við breytingar vegna nýju samninganna. Stefnt að því að greiða eftir þeim um þessi mánaðarmót.//

Stefnt er að því að ríkisstarfsmenn í þeim aðildarfélögum BHM sem samþykkt hafa samkomulagið frá 28. febrúar fái greitt samkvæmt þessum nýju samningum nú um komandi mánaðamót. Samkomulagið gildir frá 1. febrúar síðastliðnum, en að auki kemur eingreiðsla, sem ætlað er að mæta samningsleysi á tímabilinu frá 1. desember á síðasta ári til 1. febrúar á þessu ári. Hjá Fjársýslu ríkisins fengust þær upplýsingar að unnið væri á fullu við þær breytingar sem gera þyrfti og vonast væri til að það gengi allt upp fyrir mánaðamótin.


Til baka