102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Launanefndar sveitarfélaga//

Kjarasamningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Launanefndar sveitarfélaga var samþykktur 19. maí 2005.  Samningurinn er skammtímasamningur frá 1. apríl 2005 - 30. nóvember 2005.  Launataflan hækkar í samningnum um 5,4% og eingreiðsla er krónur 40.000.  Þá eru ákvæði í samningum er taka á starfsþjálfun á vegum stofnunar og viðbótarlífeyrissparnaði sem ekki var áður í samningum sveitarfélaga.
 
Samningur Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og St. Franciskuspítala var samþykktur í atkvæðagreiðslu 12. maí 2005.  Samningurinn er að öllu leyti eins og samningur sem félagið gerði við fjármálaráðherra 28. febrúar 2005.
 
Viðræður eru komnar vel á veg við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu, sem er samtök nokkura sjálfseignarstofnana.  Næsti fundur félagsins og samtakanna verður 31. maí 2005.
 


Til baka