102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Bláa lónið tekur í notkun lækningalind//

Grímur Sæmundsen, framkvæmdastjóri, ávarpaði gesti og lagði áherslu á þann mikilvæga áfanga í starfsemi Bláa lónsins sem opnun nýrrar lækningalindar er. Lækningalindin, samvinnuverkefni íslenskra stjórnvalda og Bláa lónsins hf, stórbætir þjónustu við psoriasissjúklinga og er eitt stærsta verkefni í heilsutengdri ferðaþjónustu á Íslandi. Í ávarpi Jóns Kristjánssonar, heilbrigðisráðherra kom fram að Bláa lónið hefur hlotið viðurenningu heilbrigðisyfirvalda í Færeyjum og Danmörku, sem hafa greitt fyrir psoriasis- meðferð sjúklinga frá þessum löndum sem leitað hafa læknishjálpar og komið í meðferð í Bláa lóninu. Meðferðargestir hafa komið víða að eða alls frá 18 þjóðlöndum.

Í ávarpi Eðvarðs Júlíussonar, stjórnaformanns Bláa lónsins kom fram að meginmarkmið með stofnun Bláa lónsins hf árið 1992 hefði verið að rannsaka lækningamátt lónsins og byggja varanlega aðstöðu fyrir meðferðarþjónustu fyrir íslenska og erlenda húðsjúklinga. Það væri því stór stund að sjá glæsi-lega lækningalind tekna í notkun og markmið verða að veruleika. Þeir Jón Kristjánsson, heilbrigðis-ráðherra og Eðvarð Júlíus-son, stjórnarformaður Bláa lónsins afhjúpuðu hraunhelluna sem markaði upphaf framkvæmda við nýja lækningalind og sér Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur á Útskálum í Garði flutti blessun.

Jón Þrándur Steinsson, húðlæknir er yfirlæknir lækningalindar og Ragnheiður Alfreðsdóttir er hjúkrunarforstjóri.


Til baka