102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fréttir af kjarasamningum við Reykjavíkurborg og Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu//

 

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undanfarnar vikur átt í viðræðum við samninganefnd Reykjavíkurborgar um endurnýjun kjarasamnings.  Fíh hefur viljað semja á sömu nótum og samið var um við ríkið 28. febrúar sl. en fulltrúar Reykjavíkurborgar hafa lagt áherslu á að hjúkrunarfræðingar starfandi hjá borginni taki laun skv. því kerfi sem gildir um aðra starfsmenn borgarinnar.  Starfsmat er grundvöllur þess launakerfis.  Til að báðum aðilum verði ljóst hvernig hjúkrunarfræðingar kæmu út úr slíku starfsmati var ákveðið á samningafundi þann 24. maí sl. að nokkrir hjúkrunarfræðingar færu í starfsmat.  Það verður framkvæmt í þessari viku þannig að vonir standa til að skriður komist að nýju á viðræður Fíh og Reykjavíkurborgar strax í næstu viku.  Aðeins er þó um prufu-starfsmat að ræða og engin ákvörðun hefur verið tekin um hvort Fíh muni semja sig inn í slíkt kerfi.  Rétt er að ítreka að þegar hefur verið gengið frá því að væntanlegur samningur við Reykjavíkurborg mun gilda frá og með 1. febrúar 2005.

 

Samninganefnd Fíh hefur einnig fundað með samninganefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu en í þeim samtökum eru flest stóru hjúkrunarheimilin ásamt fleiri stofnunum.  Samkomulag hefur náðst um launalið samningsins en verið er að ræða réttindamálin á grundvelli BHM og BSRB.  Vonir standa til að kjarasamningur við samtökin verði undirritaðir innan skamms.  Samkomulag er milli aðila um að væntanlegur samningur muni gilda frá og með 1. febrúar 2005.

 


Til baka