102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Skóla- og heilsugæsluhjúkrunarfræðingar í 23 sveitarfélögum taka þátt í þróunarverkefni Lýðheilsustöðvar//

Einkunnarorð þróunarverkefnisins eru: „Allt hefur áhrif, einkum við sjálf“ og verður það unnið í samvinnu við sveitarfélög í landinu. Leitast verður við að auka þekkingu fólks á þeim þáttum sem bæta lífshætti barna og fjölskyldna þeirra með áherslu á hreyfingu og góða næringu. Lýðheilsustöð kemur að verkefninu með ráðgjöf og fræðslu og metur árangur verkefnis á hverjum stað, en sveitarfélögin móta stefnu varðandi aukna hreyfingu og bætta næringu í samræmi við eigin þarfir og aðstæður. Verkefnisstjóri er Jórlaug Heimisdóttir, jorlaug@lydheilsustod.is.   Sagt verður frá svipuðu verkefni sem unnið var í Danmörku á lýðheilsuráðstefnu sem haldin verður í Reykjavík 9.-11. október 2005, en nánari upplýsingar um hana má finna á heimasíðu Lýðheilsustöðvar, lydheilsustod.is og hér á síðunni undir ráðstefnur.   


Til baka