102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fréttir af kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu//

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga fundaði í morgun með launanefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) um endurnýjun kjarasamnings.  Launanefnd SFH semur fyrir eftirtaldar stofnanir: Hrafnistuheimilin, Skógarbæ, Sunnuhlíð, Grund, Ás, Garðvang, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Dalbæ, Sóltún, HNLFÍ, Holtsbúð, Víðines og Vífilsstaði. 

 

Eins og áður hefur komið fram á fréttavef Fíh vildi launanefnd SFH ekki ganga frá samningi við Fíh fyrr en fyrir lægi frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu með hvaða hætti samningurinn verður bættur hjá öllum þeim stofnunum sem launanefnd SFH semur fyrir.  Nú mun það vera farið að skýrast. 

 

Næsti fundur samninganefndar Fíh og launanefndar SFH hefur verið boðaður fimmtudaginn 18. ágúst og standa vonir samningsaðila til að samningar náist mjög fljótlega.


Til baka