102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fjárhagsstaða Starfsmenntunarsjóðs Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga//

Fjárhagsstaða Starfsmenntunarsjóðs Fíh hefur verið góð frá stofnun sjóðsins árið 1994. Hann safnaði fyrstu árin frekar fé en gengi á það þrátt fyrir þó nokkrar hækkanir á styrkfjárhæðinni og tilkomu hærri styrks fyrir framhaldsnám í hjúkrunarfræði.

 

Við árslok s.l. tveggja ára þá hafði eign sjóðsins minnkað frá fyrri áramótum. Hefur tilkoma framhaldsnáms í hjúkrunarfræði sem uppfyllir skilyrði um hærri styrk gengið verulega á inneignina. Fjöldi umsókna hefur ekki aukist umfram fjölgun félagsmanna. Er svo komið í dag að úthlutanir úr sjóðnum stefna í að verða meiri en innkoman í sjóðinn.

 

Stjórn sjóðsins mun því endurskoða reglur sjóðsins fyrir næstu úthlutun í október 2005. Búast má við að endurskoðunin feli í sér breytingu á styrkfjáhæðinni og eða reglur um hærri styrki verið takmarkaðri.


Til baka