102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fréttir af kjarasamningum við Samtök fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu//

Samninganefnd Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga hefur undanfarið fundað reglulega með launanefnd Samtaka fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu (SFH) um endurnýjun kjarasamnings.  Launanefnd SFH semur fyrir eftirtaldar stofnanir: Hrafnistu í Reykjavík og í Hafnarfirði, Skógarbæ, Sunnuhlíð, Grund, Ás, Garðvang, Hlévang, SÁÁ, Sjálfsbjargarheimilið, Dalbæ, Sóltún, HNLFÍ, Holtsbúð, Kumbaravog, Víðines og Vífilsstaði. 

 

Drög að samningi liggja nú fyrir en verið er að ræða um bókanir er varða réttindi hjúkrunarfræðinga.  Eins er beðið eftir endanlegri niðurstöðu frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytinu um hækkun daggjalda og þjónustusamninga í kjölfar kjarasamninganna, en launanefnd SFH mun ekki skrifa undir kjarasamning við Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga fyrr en ljóst er að viðkomandi stofnanir fái hækkun rekstrargjalda sem honum nemur.


Til baka