102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fræðslufundir vegna stofnanasamninga verða í október //

Fræðslufundir vegna stofnanasamninga verða í október
Ætlaðir öllum þeim sem koma að gerð stofnanasamninga
Fræðslufundir fjármálaráðuneytis og stéttarfélaga ríkisstarfsmanna verða haldnir seinni hluta októbermánaðar. Fundirnir verða tveir í Reykjavík, einn á Akureyri og boðið verður upp á fjarfundatengingar frá fundinum þann 31. október. Þeir eru:  Fræðslumiðstöð Vestfjarða, Eyrargötu 2-4, Ísafirði, Menntaskólinn á Egilsstöðum og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu, Höfn í Hornafirði..

Efni tengt fyrirlestrum  í fyrsta hluta sameiginlegrar fræðslu fjármálaráðuneytis og stéttarfélaga ríkisstarfsmanna vegna stofnanasamninga  hefur verið birt á heimasíðu fjármálaráðuneytisins og er aðgengilegt á slóðinni www.stjornendavefur.is/Stjornun/radstefnur/nr/4783.

Fræðslufundirnir eru ætlaðir öllum þeim sem koma munu að gerð stofnanasamninga á vegum stéttarfélaga ríkisstarfsmanna á komandi mánuðum.

Fyrsti hluti fræðslunnar er opin öðrum fulltrúum sem  sæti  eiga í samstarfsnefndum og eftir atvikum einnig trúnaðarmönnum á viðkomandi stofnun.

Skráning fulltrúa á fundina fer fram hjá Endurmenntunarstofnun HÍ,
netfang: www.endurmenntun.is  eða í síma 525-4444.

Fyrsti fundurinn verður á Hótel Nordica í Reykjavík þann 17. október næstkomandi.

Annar fundurinn verður á Hótel KEA á Akureyri þann 19. október næstkomandi.

Þriðji fundurinn verður á Hótel Nordica í Reykjavík þann 31. október næstkomandi.

Allir fundirnir hefjast klukkan 13:00 og á að ljúka samkvæmt dagskrá klukkan 16:30.

Dagskrá:

31. október 2005 Hótel Nordica, Reykjavík

Fundarstjóri Halldóra Friðjónsdóttir, BHM

TÍMASETNING EFNI FYRIRLESARAR
  
13:00 – 13:10 Setning Halldóra Friðjónsdóttir, BHM
13:10 – 13:50 Ákvæði kjarasamninga um stofnanasamninga og væntingar samningsaðila Guðmundur H. Guðmundsson, fjármálaráðuneyti
Elna Katrín Jónsdóttir, KÍ
  
13:50 – 14:20 Hlutverk og verkefni samstarfsnefnda – réttindi og skyldur fulltrúa í nefndunum Gunnar Björnsson, fjármálaráðuneyti
  
14:20 – 14:50 Stofnanasamingar – tækifæri og ógnanir fyrir starfsmenn og stofnanir Björn Karlsson, Brunamálastofnun
Arna Jakobína Björnsdóttir, BSRB
  
14:50 – 15:20 KAFFIHLÉ 
  
15:20 – 15:40 Tengsl stefnumótunar og árangursstjórnunar við launa- og starfsmannamál Halldór Jónsson, Fjórðungssjúkrahúsið á Akureyri
  
15:40 – 16:00 Fjárhagsleg áhrif stofnanasamninga Fjárhagsáætlanir stofnana Ásgeir M. Kristinsson, Vegagerðin
Jón Magnússon, fjármálaráðuneyti
  
16:00 – 16:30 Næstu skref. Kynning á síðari hluta fræðslunnar
Samantekt, fundarslit Sigurður H. Helgason, framkvæmdastjóri
Halldóra Friðjónsdóttir, BHM


Til baka