102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Til trúnaðarmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga//

Til trúnaðarmanna Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga

Reykjavík, 3. október 2005


Efni: trúnaðarmannanámskeið


Grunnnámskeið-vaktavinna:
Fyrir trúnaðarmenn sem ekki hafa áður sótt grunnnámskeið hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og starfa í vaktavinnu-umhverfi. 
Námskeiðið verður haldið fimmtudaginn 27. október 2005 frá kl. 9:00  til 15:00 í húsakynnum félagsins að Suðurlandsbraut 22.  Farið verður yfir hlutverk trúnaðarmanna, helstu atriði kjarasamningsins og sjónum beint að vaktavinnunni, launaútreikning, veikindarétt, uppsagnarfrest, orlof og fleira.
Nauðsynlegt er að trúnaðarmenn skrái sig á námskeiðið sem allra fyrst á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 540-6400 eða á netföngin steinunn@hjukrun.is eða huldabjorg@hjukrun.is .  Síðasti skráningardagur er fimmtudaginn 20. október 2005.


Grunnnámskeið-dagvinna:
Fyrir trúnaðarmenn sem ekki hafa áður sótt grunnnámskeið hjá Félagi íslenskra hjúkrunarfræðinga og starfa í dagvinnu-umhverfi. 
Námskeiðið verður haldið föstudaginn 28. október 2005 frá kl. 9:00 til 15:00 í húsakynnum félagsins að Suðurlandsbraut 22.  Farið verður yfir hlutverk trúnaðarmanna, helstu atriði kjarasamningsins og sjónum beint að dagvinnu, launaútreikning, veikindarétt, uppsagnarfrest, orlof og fleira.
Nauðsynlegt er að trúnaðarmenn skrái sig á námskeiðið sem allra fyrst á skrifstofu Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga í síma 540-6400 eða á netföngin steinunn@hjukrun.is eða huldabjorg@hjukrun.is .  Síðasti skráningardagur er föstudagurinn 21. október 2005.


Framhaldsnámskeið:
Fyrir trúnaðarmenn sem áður hafa sótt grunnnámskeið á vegum Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.  Námskeið verður haldið í nóvember nk. og verður auglýst  síðar. Farið verður yfir stöðuna í gerð stofnanasamninga, nýja launatöflu í maí 2006 og réttindamál.  ATH: auglýsing um það og skráning verður síðar.

Rétt er að benda á að samkvæmt samningum við atvinnurekendur eiga trúnaðarmenn rétt á að sækja fundi og námskeið í allt að eina viku á hverju ári,  án þess að missa nokkuð af föstum kjörum.


Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga minnir á nýtt fyrirkomulag um tilkynningu á kjöri trúnaðarmanns, sbr. eyðublaði þess efnis, sem hægt er að nálgast á skrifstofu félagsins.


Með góðri kveðju,

F.h. Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga.
Helga Birna Ingimundardóttir, hagfræðingu


Til baka