102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Öldungadeild Fíh lýsir áhyggjum.//

FUNDUR öldungadeildar Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga sem haldinn var 18. október sl., lýsir áhyggjum sínum vegna þeirrar ákvörðunar að selja Heilsuverndarstöð Reykjavíkur á frjálsum markaði.

„Fundurinn telur að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur eigi að vera sú miðstöð heilsugæslu, sem hún var í upphafi og er enn. Ljóst er að Heilsugæslunni yrði unnið óbætanlegt tjón verði henni tvístrað, sem hætt er við að verði afleiðing sölunnar á frjálsum markaði. Fundurinn skorar því á yfirvöld að tryggja að Heilsuverndarstöð Reykjavíkur verði áfram á vegum Heilsugæslunnar.“


Til baka