102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Fagdeild taugahjúkrunarfræðinga boðar til aðalfundar//

Aðalfundarboð

 

Fagdeild taugahjúkrunarfræðinga

 

                     

Aðalfundur Fagdeildar taugahjúkrunarfræðinga verður haldinn fimmtudaginn 17. nóvember kl. 19.00 í fundarsal Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga að Suðurlandsbraut 22, Reykjavík. Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf samkvæmt starfsreglum deildarinnar.

 

Dagskrá:

1.      Kosning fundarstjóra og fundarritara.

2.      Ársskýrsla stjórnar

3.      Endurskoðaðir ársreikningar lagðir fram.

4.      Kosning stjórnar, samkvæmt 6. gr. í starfsreglum fagdeildarinnar.

5.      Kosning 2ja endurskoðenda.

6.      Ársgjald ákveðið.

7.      Önnur mál;  Umræða um forgangsverkefni fagdeildarinnar og framtíðarsýn.

 

 

Athugið að skriflegar tillögur um breytingar á starfsreglum fagdeildarinnar þurfa að berast stjórn eigi síðar en viku fyrir aðalfund.

 

Í tilefni af eins árs afmælis fagdeildarinnar verður boðið upp á afmælistertu og léttar veitingar.  Formaður félags taugalækna mun kynna starfsemi félags þeirra, framtíðarsýn og hugsanleg tengsl við taugahjúkrunarfræðinga. Einnig munu taugahjúkrunarfræðingar á hinum ýmsu sviðum sérgreinarinnar kynna starfsvettvang sinn.

 

Þar sem formaður fagdeildarinnar Sigurlaug Arngrímsdóttir verður í tímabundnu leyfi, hefur Marianne Klinke tekið við störfum formanns fagdeildarinnar þangað til Sigurlaug kemur aftur til vinnu. Þetta var ákveðið á stjórnarfund 13. okt. 2005.

 

Stjórn fagdeildarinnar skipa nú:

Sigurlaug Arngrímsdóttir, formaður í leyfi.                                                                  sigurlar@landspitali.is

Marianne Klinke, starfandi formaður.                                                   klinke@simnet.is

Dröfn Águstsdóttir, varaformaður.                                                                   drofna@landspitali.is

Hafdís Gunnbjörnsdóttir, ritari.                                                                            hafdisg@reykjalundur.is

Þuríður R. Sigurðardóttir, gjaldkeri.                                                                          thuridur@msfelag.is

Ingibjörg Kolbeins, meðstjórnandi.                                                                                        ingibjok@landspitali.is

Ellen Þórarinsdóttir, varamaður.                                                                       ellenth@isl.is

 

Allir sem hafa áhuga á taugahjúkrun og starfsemi fagdeildarinnar eru velkomnir á fundinn. Þeir sem ekki eru nú þegar í Fagdeildinni geta gengið í hana á fundinum. Vonum að sem flestir sjái sér fært um að mæta.

 

Afmæliskveðjur frá stjórn Fagdeildar Taugahjúkrunarfræðinga


Til baka