102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Síðasti fundur í fyrsta hluta fræðslu vegna komandi stofnanasamninga//

Síðasti fræðslufundurinn í fyrsta hluta fræðsluátaks fjármálaráðuneytisins og stéttarfélaga ríkisstarfsmanna verður sendur út í beinni útsendingu á heimasíðu fjármálaráðuneytisins. Jafnframt verður fjarfundatenging frá Fræðslumiðstöð Vestfjarða á Ísafirði, Menntaskólanum á Egilstöðum og Framhaldsskóla Austur-Skaftafellssýslu á Höfn.
Fundurinn hefst á Hótel Nordica í Reykjavík klukkan 13:00 mánudaginn 31. október.
Er mælst til þess að fólk nýti fjarfundina á þeim þremur stöðum sem boðið er upp á þá. Jafnframt er bent á að víða í stofnunum sé hægt að nýta skjávarpa í fundarherbergjum til að fylgjast með fundinum, þannig að óþarft sé hver sitji við sína tölvu.


Til baka