102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Umsóknum í Styrktar- og Sjúkrasjóð BHM. //

Af gefnu tilefni er hér áréttað hvernig standa skuli að umsóknum í Styrktar- og Sjúkrasjóð BHM.

Sækja skal um á sérstöku umsóknareyðublaði sem hægt er að nálgast á heimasíðu okkar www.bhm.is eða á skrifstofunni.
Opinberir starfsmenn eru í Styrktarsjóði en launþegar hjá einkafyrirtækjum eru í Sjúkrasjóði.
Reikningar skulu fylgja umsókn og vera í frumriti, sundurliðaðir og sannanlega greiddir. Sé ekki um reikning að ræða heldur staðgreiðslunótu skal framvísa kassakvittun að auki. Þeir sem sækja um líkamsræktarstyrki og eru í áskrift skulu skila inn samningi og fá styrkinn greiddan þegar útlagður kostnaður hefur náð styrkfjárhæðinni.
Umsóknir eru afgreiddar einu sinni í mánuði. Umsóknum skal skila fyrir 10. hvers mánaðar, þ.e. 9. er síðasti öruggi skiladagur umsóknar til þess að fá styrkinn greiddan 25. sama mánaðar.
Afar miklvægt er að allar umbeðnar upplýsingar sé veittar á umsóknareyðublaði, sérstaklega upplýsingar um bankareikning, ella getur styrkveiting tafist.

Talsvert er um að skrifstofunni berist bréf með ósk um styrkveitingu í stað hefðbundinnar umsóknar sem áskilið er í reglum sjóðanna. Oftar en ekki eru hvorki upplýsingar um símanúmer eða netfang viðkomandi í þessum  bréfum þannig að ekki er hægt að láta vita af því að umsóknina vanti. Ekki er hægt að gera ráð fyrir því að starfsfólk BHM leiti uppi slíkar upplýsingar.


Áríðandi er að fólk kynni sér reglur síns sjóðs um styrkveitingar og skil á gögnum áður en umsókn er send svo komast megi hjá óþarfa töfum á styrkveitingum. Reglur sjóðanna og umsóknareyðublöð eru á www.bhm.is.


Til baka