102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga ályktar um þjónustu blóðskilunardeildar Landspítala háskólasjúkrahúss//

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga samþykkti á fundi sínum þann 14. nóvember 2005 eftirfarandi ályktun:

Stjórn Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga (Fíh) lýsir yfir áhyggjum af því alvarlega ástandi sem í stefnir varðandi hjúkrunarþjónustu á blóðskilunardeild Landspítala háskólasjúkrahúss (LSH) verði fyrirhugaðar breytingar á vinnutíma hjúkrunarfræðinga látnar ganga fram.  Hjúkrunarþjónusta á blóðskilunardeild er sérfræðiþjónusta við sjúklingahóp sem ekki getur án þjónustunnar verið.  Sérþekking og sérhæfing hjúkrunarfræðinganna er slík að allt að ári tekur að þjálfa nýja hjúkrunarfræðinga til starfa á deildinni.  Átta af 16 hjúkrunarfræðingum sem starfa á blóðskilunardeild LSH túlka fyrirhugaðar breytingar á vinnutíma sem ígildi uppsagnar á ráðningarsamningi og munu því að óbreyttu hætta störfum um áramót.  Öryggi sjúklinga sem háðir eru þjónustu blóðskilunardeildar verður þá stefnt í verulega tvísýnu auk þess sem mikil sérþekking hjúkrunarfræðinganna tapast.  Stjórn Fíh skorar á stjórnendur á LSH að endurskoða áætlanir um breytingar á vinnutíma hjúkrunarfræðinga á blóðskilunardeild þannig að koma megi í veg fyrir það hættuástand sem ella mun skapast.

 

 

F.h. stjórnar Fíh,

 

                        ___________________________________

                        Elsa B. Friðfinnsdóttir, formaður


Til baka