102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Stjórn Fíh hefur sett sér starfsreglur//

Frá því að ný stjórn tók til starfa í sumar hefur verið unnið að gerð starfsreglna fyrir stjórn. Markmið reglna þessara er að tryggja jafnræði við meðferð mála, vandaða og óháða málsmeðferð og koma í veg fyrir hagsmunaárekstra í starfsemi félagsins.  

Með reglunum er m.a. tekið á þagnareiði, meðferð mála, formi funda og verkaskiptingu stjórnarmanna, auk þess sem stjórnarmönnum er gerð ljós skylda sín sem og réttindi.  Með reglunum sem nú hafa verið settar á vefsvæði félagsins er félagsmönnum jafnframt gert mögulegt að setja sig inn í það starf sem stjórnarseta hefur í för með sér.

Skoða starfsreglur stjórnar


Til baka