102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Heilbrigðisráðherra ætlast til að stjórnendur og starfsmenn LSH leysi deilur um blóðskilunardeild//

Jón Kristjánsson, heilbrigðisráðherra, sagði á Alþingi í dag að hann ætlaðist til þess, að stjórnendur Landspítala-háskólasjúkrahúss og starfsmenn blóðskilunardeildar leysi ágreining um vinnufyrirkomulag á deildinni. En allt stefnir í að átta af 16 hjúkrunarfræðingum á blóðskilunardeild hætti störfum um áramót því þeir líta svo á að breytingar, sem eru fyrirhugaðar á vinnutíma, jafngildi uppsögn ráðningarsamnings.

Málið kom til umræðu í fyrirspurnartíma á Alþingi í dag en þar fullyrti Valdimar Friðriksson, þingmaður Samfylkingarinnar, að umræddar breytingar á vinnutíma væru eingöngu í sparnaðarskyni og þeim fylgdi aukið álag á sjúklinga og starfsfólk. Spurði Valdimar hvað ráðherra hygðist gera til að forða því að hættuástand skapaðist á blóðskilunardeildinni um áramótin.

Jón Kristjánsson sagði að hann ætlaðist til þess að forustumenn spítalans og starfsfólk hans setji niður þessa deilu og tryggi þjónustu deildarinnar áfram. „Þetta er skipulagsmál inni á spítalanum og afgreiðsla spítalans í fjárlögum gefur ekki ástæðu til þess að tala um að þetta séu sparnaðaraðgerðir," sagði Jón.


Til baka