102:Þessi frétt er runnin út og mun ekki birtast!
Prenta síðu

Nýtt samkomulag við Reykjavíkurborg um breytingar á kjarasamningi undirritað//

 

Í gær, fimmtudag, undirrituðu samninganefndir Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga og Reykjavíkurborgar nýtt samkomulag um breytingar og framlengingu á kjarasamningi þessara aðila.  Samkomulag sem undirritað var í september var fellt í almennri atkvæðagreiðslu meðal hjúkrunarfræðinga hjá Reykjavíkurborg.  Samkomulagið sem undirritað var í gær er á svipuðum nótum og samið var um við ríkið í febrúar sl.  Gildistími samkomulagsins við Reykjavíkurborg er til 30. apríl 2008.  Nýtt launamyndunarkerfi verður tekið upp eigi síðar en 1. september 2006.  Helstu viðbætur við fyrra samkomulag eru að hjúkrunarfræðingar hækka um einn launaflokk frá og með 1. desember 2005 og síðan er frammistöðumatið gert virkara með breytingum á mati á viðbótarmenntun.

 

Samkomulagið verður kynnt fyrir hjúkrunarfræðingum næstkomandi mánudag kl. 17:00 að Suðurlandsbraut 22.  Atkvæðagreiðslu um samkomulagið líkur síðan 30. nóvember næstkomandi.


Til baka